Umhverfissvið er til húsa á 3. hæð Skúlagötu 19, sem er annaðhvort nýlegt eða nýuppgert hús. Þar er lyfta, heldur smá í sniðum og í henni eru engir hnappar heldur snertiskjár. Ég ætlaði að forvitnast um hvort einhverjar uppleyptar merkingar væru á hnöppunum, en stillti lyftuna þess í stað á allar þær hæðir sem hún gat komið við á. Hefur hún vafalítið dansað stríðsdans af gleði þegar hún hafði losað sig við mig og leigubílstjórann og gat farið frjáls ferða sinna um allar hæðir hússins.
Eftir að ég hafði hljóðritað viðtalið við Lúðvík, sem útvarpað verður á fimmtudag á Rás 1, rás hins hugsandi manns, vísaðí hann mér á dyr eins og góðum gestgjafa sæmir og snertiskjárinn í lyftunni barst í tal. Sagði ég honum að Evrópusamtök fatlaðra vilji banna þessa skjái.
Ýmislegt getur hindrað aðgengi fólks. Snertiskjáir hindra aðgengi þeirra sem ekki sjá því að lítill sem enginn munur er á fleti þeirra og þess sem er þar í kring. Ég spyr því: Af hverju velja íslensk fyrirtæki og stofnanir snertiskjáir? Hvers vegna í ósköpunum velja borgarfyrirtæki og stofnanir húsnæði með lyftum sem eru með snertiskjái? Ef lyftur eru skilyrði þess að opinberar stofnanir taki sér bólfestu í einkahúsnæði, ætti það einnig að vera skylirt að ekki séu snertiskjáir í lyftunum. Ég sé lítinn mun á því og að þær séu ekki færar fólki í hjólastól.
Í fyrra var mér gefinn DVD-diskur með stórskemmtilegri kynningarmynd sem bresk samtök fatlaðra gáfu út til þess að vekja athygli á ýmsum hindrunum. Í myndinni er sögð saga manns sem ætlaði að sækja um starf. Hann hélt af stað og kom í móttöku fyrirtækisins sem hann vildi sækja um atvinnu hjá. Þá þurfti hann að fylla út pappíra, en þeir voru með blindraletri.
Í lyftunni var lyftuvörðurinn heyrnarlaus og skildi ekki ensku og umsækjandinn ekki táknmál.
Ekki tók betra við þegar hann kom í atvinnuviðtalið. Hann var hvorki blindur, heyrnarlaus né í hjólastól og uppfyllti því ekki þær kröfur sem gerðar voru til umsækjandans.
Hann hélt öskureiður út úr byggingunni og lenti í úrhellisrigningu. Hann var því feginn þegar hann sá strætisvagn koma og hugðist taka hann til þess að stytta sér leið. En bílstjórinn gerði honum skiljanlegt að vagninn tæki eingöngu farþega sem væru blindir eða notuðu hjólastóla.
Mannauminginn hrökklaðist því inn á næstu krá. Þar var afgreiðslufólkið blint eða öðruvísi fatlað, en hann drakk sig nú samt fullan og fór inn í danssalinn. Þar var þá ball fólks í hjólastólum og sagan endaði á því að hann fór heim með einni þeirra kvenna sem þar voru.
Þessi saga segir í hnotskurn sögu margs, fatlaðs fólks sem þarf að glíma við alls konar hindranir í samfélaginu, hindranir sem eru tilbúnar vegna þess að þeir, sem búa þær til, vita ekki hvað þeir gjöra, eins og maðurinn sagði hér um árið skömmu áður en hann lést á krossinum og fyrirgaf kvölurum sínum.
Flokkur: Tölvur og tækni | 30.10.2006 | 20:55 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319708
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.