Hvenær sameinaðist Nepal Kínverska alþýðulýðveldinu

Tíbetheimskan í mörgum Íslendingum og Bandaríkjamönnum ríður vart við einteyming þessa dagana. Látum Íslendinga liggja á milli hluta í bili en snúum okkur að Bandaríkjamönnum.

Um daginn birtist athyglisvert viðtal við talsmann (kann illa við orðið formælandi) forseta Bandaríkjanna. Spurði fréttamaðurinn, sem hagaði sér hér um bil jafnilla og Helgi Seljan yngri, hvort Bush ætlaði að vera viðstaddur setningu Ólympíuleikanna í Beijing. Talsmaðurinn sagði að Bush ætlaði á leikana. Gekk fréttamaðurinn hart að viðmælandanum til þess að reyna að fá hann til þess að segja að Bush ætlaði ekki að vera viðstaddur opnunina.

Talsmaðurinn ræddi þá um hvernig Bush teldi að fjalla ætti um málefni Nepals. Ekki heyrði ég að fréttamaðurinn reyndi að leiðrétta þetta.

Hvað ætli verði næst? Kannski Grímsey?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband