Hlustið á grasrótina

Hugmyndirnar koma frá fjöldanum, er haft eftir Mao formanni. Mér flugu þessi orð í hug þegar ég las Staksteina Morgunblaðsins í morgun. Þar fer höfundur hamförum gegn borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins vegna REI-málsins.
Staksteinahöfundur ráðleggur fulltrúunum að leita til grasrótarinnar sem sé enn fyrir hendi enda þurfi pólitískir fulltrúar á því að halda að hlusta á kjósendur sína sem segi oft fátt en hafi ýmislegt til málanna að leggja.
Hvers vegna mega fyrirtæki eins og Orkuveita Reykjavíkur ekki lengur ráðast í þróunarverkefni eins og gert var á síðustu öld?
Hvers vegna á að setja REI á útsölu einmitt nú þegar gengi krónunnar hefur lækkað, erfitt er að útvega fjármagn og því hætt við að verð fyrirtækisins verði lágt?
Hvers vegna segja Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur ekki hreint út hverjum þeir ætli að hreppa þessa gómsætu köku sem REI er?
Íslands óhamingju verður allt að vopni, minnir mig að Skúli fógeti hafi sagt þegar hann frétti lát Jóns Eiríkssonar. Hið sama virðist nú eiga við um Sjálfstæðisflokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband