Mér fannst eins og sama sagan endurtæki sig. Árið 1995 kipptu Sjálfstæðis-og Framsóknarflokkur bótunum úr sambandi við launavísitöluna og varð það til þess að kjör lífeeyrisþega drógust mjög aftur úr. Það var ekki fyrr en Öryrkjabandalagið setti stjórnmálaflokkunum stólinn fyrir dyrnar að nokkur leiðrétting fékkst á þessu. Framsóknarflokkurinn kenndi jafnan Sjálfstæðisflokknum um og sagðist engu fá um þokað í þessum málum. Ætlar nú Samfylkingin að fara eins að? Hvernig bregðast ÖBÍ og ASÍ við, eða samtök aldraðra? Á að láta hnefaréttinn ráða eins og flutningabílstjórar reyna nú eða verður þessu mótmælt með öðrum og virkari hætti?
Mér hefur að undanförnu fundist sem málefni fatlaðra eiigi vart upp á pallborðið hjá fjölmiðlum nema einhver ósköp gangi á. Ríkisútvarpið sá t.d. ekki ástæðu til þess í morgun að spyrja formann Samfylkingarinnar um þessi mál og fá skýr svör hjá henni. Reyndar var þetta viðtal allt í hálfgerðu skötulíki vegna þess að tveir ólíkir spyrlar önnuðust það og samspil þeirra ekki nógu vel samhæft. Það var til dæmis kjánalegt að spyrja um upptöku erendra gjaldmiðla hér á landi svo sem norsku krónunnar og furðulegt hvað Ingibjörg svaraði því þó vel miðað við spurninguna.
Ingibjörg komst hjá því að svara ýmsum spurningum sem brenna nú meira á þjóðinni en Öryggisráðið og Evrópusambandið. Hún slapp með öðrum orðum vel frá þessu viðtali vegna þess hvað spurningarnar voru að mörgu leyti ómarkvissar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.4.2008 | 08:32 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Arnþór, niður með samfylkinguna. Með beztu kveðju.
Bumba, 23.4.2008 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.