Í gær kom nýjasta tilraunaútgáfan af Supernova 9,2 og setti ég hana upp. Ég ákvað að láta hana skrifa yfir fyrri útgáfu og vonaði að hún væri svo vel heppnuð að ég gæti notað hana án þess að hafa útgáfu 9,01 uppi við. En Adam var ekki lengi í Paradís.
Þegar til kom voru nokkrir hnökrar á útgáfunni sem ég þurfti að prófa rækilega. Má þar m.a. nefna að ekki tókst að fara á milli atriða í Moggablogginu með tab-lyklinum.
Þá hvarf talgervillinn sem er í Utility Manager sem fylgir með Windows XP. Það var slæmt því að ég þarf stundum að slökkva á blindrahugbúnaðinum, einkum ef ég nota fartölvuna til þess að hljóðrita og hef USB-hljóðkort tengt. Einnig nýtist þessi talgervill ef þarf að skipta um skjálesara.
Ég ákvað að ef til vill væri einfaldast að endurheimta þennan talgervil, sem talar eins og amerísk fyllibytta, með því að færa tölvustillingarnar fram um eina viku. Þá fyrst fór allt í vitleysu.
Supernova ræsti sig ekki upp eins og ég bjóst við. Það var þó enn verra að mér tókst ekki að hreinsa hugbúnaðinn allan út úr vélinni og varð að fá frænda minn, Birgi Finnsson, í heimsókn með ofurútþurrkunarforrit til þess að annast þetta.
Okkur tókst að setja upp skjálesarann og talgervilinn en rekillinn sem stjórnar aðgangi forritsins að talgervlum afritaðist ekki. Fangaráðið var því að setja upp tilraunaútgáfu að nýju og þá fylgdi aðgangsforritið með.
Þannig endaði þessi skemmtilegi dagur sem fór annars í að ganga í Heiðmörkinni með minni góðu eiginkonu, fara á umhverfissýninguna í Perlunni og synda síðan í sundlaug Seltirninga.
Flokkur: Tölvur og tækni | 26.4.2008 | 23:54 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.