Stórþorskadrápið

Það eru athyglisverðar niðurstöðurnar um stórfiskadrápið sem fjallað er um í frétt Morgunblaðsins. Ýmsir hafa orðið til þess á undanförnum árum að gagnrýna skefjalaust stórþorskadráp hér á landi og má t.d. nefna Jón Ármann Héðinsson, fyrrum þingmann og útgerðarmann, en hann reit nokkrar greinar í Morgunblaðið um þessi mál á síðasta áratug. Benti hann á að þessar ofsóknir á hendur rígaþorskinum gætu haft eðlislægar breytingar á þorskstofninn.

Ýmsir halda því fram að Jón og félagar hafi haft rétt að mæla enda sé stórþorskurinn að mestu horfinn af sjónarsviðinu. Hvað ætli íslenskir fiskifræðingar hafi um málið að segja?


mbl.is Rangt að ofvernda smáfiskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristjánsson

Arnþór,

Fréttin snýst ekki beint um að það þurfi að vernda stórþorsk. Stóra fréttin er að friðun smáfiskjar hafi þveröfug áhrif en þau sem ætlast er til. Smáfiskafriðun byggir ekki upp stofninn, hún getur rústað honum og hún veldur stofnsveiflum. Ríkjandi fiskveiðistjórn er einfandlega "Exactly Wrong" eins og segir í frétt Fishing News og vitnað er til í Mbl. fréttinni.

Ég hef sett alla fréttina á vefinn: www.fiski.com/english/smallfish22.html




 

Jón Kristjánsson, 2.5.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband