Þegar Íslendingar gengu í Shengensambandið varð landið sjálfkrafa að landamærastöð Evrópusambandsins. Það leiddi því af sjálfu sér að landið yrði galopnað fyrir ýmsu sem ekki hafði slæðst hingað áður. Þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir tókst forystu Framsóknarflokksins, en ég var einu sinni í þeim flokki, aldrei að sannfæra mig um gildi þessa Shengensamnings og ég hef ekki skilið það enn. Bretar kusu að vera utan hans og hafa spjarað sig ágætlega. Bjarni heitinn Einarsson, hagfræðingur, skildi þetta mæta vel og vissi hvað Íslendingar gætu kallað yfir sig með því að ganga í Shengen-bandalagið.
En þetta var útúrdúr. Frá því að íslenskt samfélag tók að breytast til þeirra lífshátta sem kaupstaðamyndun og iðnvæðingu fylgja, hafa útlendingar gegnt lykilhlutverki í ýmsum framfaramálum landsins. Hvar væri t.d. íslensk tónlist á vegi stödd ef þýskir og austurrískir gyðingar hefðu ekki lagt okkur lið? Vildi nokkur vita af því að maður eins og Róbert Abraham Ottósson, Hans Edelstein og afkomendur væru kallaðir óææskilegir hér á landi? Eða hvað um þá Palestínumenn sem hafa búið hér árum saman, orðið íslenskir ríkisborgarar og engan mann drepið? Samt eru þeir múslimar!
Íslendingar hafa sannast sagna komið fram við suma erlenda verkamenn, sem hingað hafa fluttst, eins og þrælahaldarar. Verkamönnum hefur verið haldið við óboðlegar aðstæður á lágu kaupi og pínt út úr þeim það vinnuafl sem þeir orkuðu. Íslenskri löggjöf er þannig háttað að setjist erlendur verkamaður, segjum frá Austur-evrópu, hér að og veikist eftir nokkur ár vegna erfiðisvinnu og óhollra lífshátta, sem gjarnan fylgja erfiðisvinnu einstaklinga, og veikindin leiði til örorku, fær hann ekki nema hluta lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins, eða ákveðið hlutfall sem byggir á þeim tíma sem hann hefur dvalið hér. Þannig háttar í þjóðlöndum margra innflytjenda að þeir geta ekki sótt rétt sinn þangað eða það tekur langan tíma. Íslensk yfirvöld veita þessu fólki litla aðstoð. Þannig búa Íslendingar til hóp fátæklinga af erlendu bergi brotinna.
Fordómar í garð útlendinga finnast í öllum stjornmálaflokkum. Eigi ég að hætta við að kjósa Frjálslynda flokkinn og veðja í stað þess á Vinstri græna verð ég að kannast við að þar er fólk sem ég þekki og hefur lýst andúð sinni á hjúkrunarfólki sem er austan úr Asíu. Aðrir Vinstrigræningjar berjast gegn því að launaleynd sé aflétt. Ég þekki hins vegar engan Samfylkingarmann sem hefur viðrað andúð sína á útlendingum og þess vegna get ég e.t.v. hallað mér að henni þar til annað kemur í ljós.
Þetta viðhorf vinstri græningjans í garð hjúkrunarfólks á elliheimilum, kom mér í opna skjöldu. Ég kannaðist að vísu við að tungumálaerfiðleikar gætu orðið nokkrir, en hélt því fram að oftast nær væri unninn bugur á þeim. Hins vegar kannaðist ég mætavel við frábærlega vel af hendi leyst störf þessa fólks sem eru ekki síður af hendi leyst en þeirra Íslendinga sem eiga ættir að rekja til Egils, Hallgerðar, Njáls og Ingólfs, sem sagt af hinu hreina, norræna kyni.
Íslendingar hafa sótt menntun sína til flestra landa heims og ekkert land hefur skellt aftur landamærahliðum sínum fyrir okkur. Íslendingar hafa farið víða og stundað margs konar störf. Engum hefur dottið í hug að meina okkur aðgang að vinnumarkaði annars staðar. Þess vegna er rétt að hafa það í huga sem Konfúsíus sagði, að það sem þér viljið ekki að aðrir gjöri yður, skuluð þér og þeim eigi gjöra.
Mér fannst séra Hjálmar Jónsson komast ágætlega að orði á Leirnum áðan með þessari vísu:
Frjálslyndir við fótum stinga
en Framsókn hjarir góuna.
"Ísland fyrir Íslendinga"
en ekki fyrir lóuna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.11.2006 | 22:43 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér Arnþór, mér þykir þú afar fínn penni.
Án þess að ég vilji koma fyrir eins og öfga-hægrisinnaður brjálæðingur verð ég þó að segja að mér þykir stemningin í sumum nágrannalöndum okkar, sem hafa verið gestrísnir til þessa, vera orðin ansi svæsin í garð innflytjenda, ekki síst múslíma. Það má svo deila um það hvort að um sé að kenna stefnu stjórnvalda í garð þeirra eða innflytjendunum sjálfum, en mér heyrist það vera orðin staðreynd víða að menn sjái eftir því að haf sínt linkennd í þessum málum.
Við Íslendingar eum ekki mannanna bestir þegar kemur að því að sinna félagslegum málefnum svo að það má draga þá ályktun að hér verði málin ekki skárri en annarstaðar með sama áframhaldi. Er þá ekki full ástæða til þess að ræða það hvort að þessi mál séu í réttum farvegi hér á landi, og jafnvel að komast að þeirri niðurstöðu að það megi íhuga að takmarka hingað flutninga og vera reiðubúnari að koma fólki úr landi sem ekki sættir sig við lög okkar og reglur?
Virðingarfyllst,
Kristinn Theódórsson
Kristinn Theódórsson (IP-tala skráð) 11.11.2006 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.