Um síðustu helgi var auglýst starf mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar og er umsóknarfrestur til 26. þessa mánaðar. Mannréttindastjóra ber m.a. að hafa hliðsjón af því að fólki sé ekki mismunað af hvers kyns ástæðum, m.a. vegna uppruna, kynferðis, aldurs og fötlunar.
Ætli verulega sjónskertur eða blindur eistaklingur að sækja um þetta starf eða önnur á vegum borgarinnar vandast málið. Umsóknarformið er ekki aðgengilegt fólki sem notar skjálesara.
Vefur Reykjavíkurborgar virðist ekki hannaður með hagsmuni þessa hóps í huga, ekki að öllu leyti. Ýmislegt er þar vanhugsað enda verður ekki séð að vefurinn hafi hlotið vottun fyrir gott aðgengi.
Skyldi mér detta í hug að sækja um stöðu mannréttindastjórans verð ég að bíða þess að einhver geti aðstoðað mig. Þar með fer dýrmætur tími til spillis.
Aðgengi getur upphafið margs konar fötlun. Með slæmu aðgengi er hægt að búa til hindranir sem margt fólk ræður vart við. Þetta á við á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Einhverjir í borgarkerfinu hafa þarna sofið á verðinum og ekki gætt þess að afla þeirrar þekkingar sem dugar til að ryðja úr vegi upplýsingahindrunum sem geta skipt sköpum fyrir hóp fólks.
Hvers vegna hefur ekki verið hugað að þessum þætti og hvers vegna hefur vefur Reykjavíkurborgar ekki fengið vottun fyrir gott aðgengi?
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja, Arnþór.
Þá eru margir búnir að brjóta mannréttindi á mér síðan 1993. En þá lenti ég í bílslysi og varð öryrki. Tel samt að ég geti unnið eitthvað, en hef varla fengið tækifæri til
Og svo oftast líka þau svör að ég sé fullgömul. Eru það þá ekki mannréttindabrot líka, því ég er á löglegum vinnualdri ennþá. Var 49 ára þegar slysið varð. Og það var 1993
Það er margt í ólagi og ekki fékk ég starfið í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar, þó ég hafi verið kölluð í viðtal í vetur. Og sagt að ég hefði menntum og ótal margt sem væri mér í hag. en svo kom emailið með; Því miður. Og engin skýring frekar.
Mbk/SJS
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.