Brýtur Reykjavíkurborg mannréttindi með heimasíðu sinni?

Miklar framfarir hafa orðið á upplýsingamiðlun sveitarfélaganna í landinu á umliðnum árum. Sum þeirra hafa komið sér upp heimasíðum þar sem hvers kyns upplýsingar eru aðgengilegar flestum hópum samfélagsins sem hafa tölvur undir höndum og nokkur þeirra hafa lagt sig fram við að skapa gott aðgengi að síðunum. Í Reykjavík er öflugt þjónustuver þar sem leyst er vel úr fyrirspurnum sem þangað berast.

Um síðustu helgi var auglýst starf mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar og er umsóknarfrestur til 26. þessa mánaðar. Mannréttindastjóra ber m.a. að hafa hliðsjón af því að fólki sé ekki mismunað af hvers kyns ástæðum, m.a. vegna uppruna, kynferðis, aldurs og fötlunar.

Ætli verulega sjónskertur eða blindur eistaklingur að sækja um þetta starf eða önnur á vegum borgarinnar vandast málið. Umsóknarformið er ekki aðgengilegt fólki sem notar skjálesara.

Vefur Reykjavíkurborgar virðist ekki hannaður með hagsmuni þessa hóps í huga, ekki að öllu leyti. Ýmislegt er þar vanhugsað enda verður ekki séð að vefurinn hafi hlotið vottun fyrir gott aðgengi.

Skyldi mér detta í hug að sækja um stöðu mannréttindastjórans verð ég að bíða þess að einhver geti aðstoðað mig. Þar með fer dýrmætur tími til spillis.

Aðgengi getur upphafið margs konar fötlun. Með slæmu aðgengi er hægt að búa til hindranir sem margt fólk ræður vart við. Þetta á við á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Einhverjir í borgarkerfinu hafa þarna sofið á verðinum og ekki gætt þess að afla þeirrar þekkingar sem dugar til að ryðja úr vegi upplýsingahindrunum sem geta skipt sköpum fyrir hóp fólks.

Hvers vegna hefur ekki verið hugað að þessum þætti og hvers vegna hefur vefur Reykjavíkurborgar ekki fengið vottun fyrir gott aðgengi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, Arnþór.

Þá eru margir búnir að brjóta mannréttindi á mér síðan 1993. En þá lenti ég í bílslysi og varð öryrki. Tel  samt að ég geti unnið eitthvað, en hef varla fengið tækifæri til

Og svo oftast líka þau svör að ég sé fullgömul. Eru það þá ekki mannréttindabrot líka, því ég er á löglegum vinnualdri ennþá. Var 49 ára þegar slysið varð. Og það var 1993

Það er margt í ólagi og ekki fékk ég starfið í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar, þó ég hafi verið kölluð í viðtal í vetur. Og sagt að ég hefði menntum og ótal margt sem væri mér í hag. en svo kom emailið með; Því miður. Og engin skýring frekar.

Mbk/SJS

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband