Jeppaeigendur verða fyrir eignatjóni!

Í gær voru kynntar tillögur sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar er m.a. gert ráð fyrir að skattur verði lagður á jarðeldsneyti og bílar verði skattlagðir eftir því hversu mikið þeir losa af gróðurhúsalofttegundum.

Framkvæmdastjóri FÍB brást þannig við að halda því fram að jeppaeigendur yrðu fyrir eignatjóni ef tillögurnar næðu fram að ganga. Í raun verður hver sá, sem kaupir jeppa, fyrir eignatóni um leið og hann kaupir sér slíkt farartæki. Afskriftirnar einar eru stórtjón og eldsneytiskostnaðurinn hrein sóun.

Nú verður forvitnilegt að vita hvort jeppaeigendurnir á Alþingi treystist til að fylgja tillögunum eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Fólk á bara að sniða stakk eftir vexti.

Heidi Strand, 3.6.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband