Ég hitti við hátíðarhöldin minn gamla félaga og vin, Jóhann Pál Símonarson, sjómann til margra ára og baráttujaxl fyrir öryggi sjómannastéttarinnar. Hafði hann verið viðstaddur ræðurnar á Listasafni Reykjavíkur, sem fluttar voru í tilefni sjómannadagsins. Þótti honum lítið til koma að flytja hátíðarhöldin inn í hús.
Ég tek undir þessa skoðun Jóhanns Páls. Það dró einhvern veginn úr stemmningunni að heyra ekki ávæning af ræðunum á meðan sprangað var um hafnarsvæðið. Ef til vill er þetta tímanna tákn því að fæstir þeirra, sem fluttu ávörp á sjómannadaginn, hafa migið í saltan sjó. Það held ég að sé a.m.k. sameiginlegt mér og mínum góða vin og skólabróður, formanni stjórnar Faxaflóahafna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 3.6.2008 | 08:44 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Arnþór Helgason.
Ég tek undir með þér að vera með þessi hátíðarhöld innandyra. það var ágætisveður og ekkert tilefni að færa ræðuhöldin inn. Þarna var mög fámennur hópur manna sem var að fylgjast með. Ræðuhöldinn voru illa kynnt og margir sneru við aftur og hugsuðu eru þessi ræðuhöld haldin í húsi útí bæ. Ég tel þetta fyrirkomulag ekki vera til sóma fyrir sjómannastéttina.
Ég spurði sjálfur til vega, þá sagði einn viðmælandi hafa menn ekki lesið blöðin skrýtið svar. Þar sem ræðuhöldin voru þar voru ekki einu sinni merkingar að ræðuhöld væru á þessum stað. Meira að segja gamall vinufélagi minn til fjölda ára, sem ég heilsaði hann var eins og ég ráðvilltur, að leita af ræðu höldum sem fundust að lokum eftir að hafa leitað lengi.
Þegar ég var á leið heim þá komu til mín amma og dóttir hennar sem var með barn sitt að leita af leiktækjum eins og á laugardeginum, þau voru hundfúl yfir þessum ákvörðunum, stjórnenda hátíðarinnar. Að minka þessi leiktækjaafnot fyrir börnin okkar það boðar ekki gott fyrir framtíðina.
Ég verð að segja mér fannst þessi skemmti sigling með Sæbjörginni gefast vel og stendur uppúr af þessu öllu eins var laugardagurinn mjög góður mikill aðsókn barna og foreldra. Hins vegar fannst mér sjálfur Sjómannadagurinn og hátíðin vera algjörlega mislukkuð. Varðandi hverjir tala á Sjómannadaginn er ákvörðun sjómannadagsráðs og aðildarfélaga þess sem taka þessa ákvörðun. það er þeim að kenna hvernig er komið fyrir þessum sjómannadegi. Þau vilja ekki hvern sem er og getur sagt meiningu sína.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 3.6.2008 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.