Kolbeinn Tumi Árnason skírður

Í morgun var Kolbeinn Tumi, sonur Árna og Elfu Hrannar skírður að heimili sínu í Hafnarfirði. Viðstaddir voru nánustu venslamenn. Séra Ragnheiður Jónsdóttir annaðist athöfnina. Ömmur drengsins, Elín og Guðrún, voru skírnarvottar.

Pilturinn, sem fæddist 14. apríl síðastliðinn, gerði engar athugasemdir og tók lífinu með ró og spekt. Við athöfnina voru sungnir tveir sálmar: Ó blíði Jesú og skírnarvers sem ort var á árunum 1994-2005 (sitt erindið hvort árið) og lag sem tileinkað er þeim bræðrum og ófæddum börnum. Fyrra erindið var lesið þegar Hringur var skírður í stofunni hjá okkur í nóvember 1994 og bæði erindin flutt með sínu lagi sem frumflutt var við skírn Birgis Þórs fyrir þremur árum.

Í myndasafninu er mynd af Kolbeini litla Tuma í fangi föður síns. Næst honum stendur Elfa Hrönn með Birgi Þór í faðmi sér og þá Hringur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband