Netið er varasöm heimild

Í störfum mínum sem blaðamaður hef ég komist að því hversu Vefurinn er þægileg heimild, en um leið hve varasamur hann ef ef óvarlega er farið.

Eitt sinn þurfti ég að leita mér heimilda um bandarískan tundurspilli og stafaði nafn skipsins ranglega. Viti menn. Upp komu vangaveltur um það að hér væri um að ræða skip sem hefði verið sökkt haustið 1940 og væri það annað skipið sem sökkt hefði verið í seinni heimsstyrjöldinni.

Mér var bent á að nafnið væri ranglega stafsett í grein sem ég var að undirbúa og fletti ég þá öðru sinni upp heimildum um skipið. Þá kom allt annað í ljós. Skipið var hið fyrsta sem sökkt var.

Áðan leitaði ég að ljóði Þórarins Eldjárns, "Á íslensku má alltaf finna svar". Þá kom fyrst upp skjal úr söngskrá Ísaksskóla. Þar er ljóðið sagt eftir Jónas Hallgrímsson.

Ýmislegt í ljóðinu er þess eðlis að Jónas hefði vart getað ort það á sinni tíð. Vona ég að Ísaksskóli leiðrétti þetta svoað þessi villa vaði nú ekki uppi. Hún er þegar farin að smita út frá sér samkvæmt áreiðanlegum heimildum sem m.a. er að finna á vefnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband