Það er kunnara en frá þurfi að segja í hvaða vandræðum Norðmenn á Svalbarða hafa lent vegna ísleysis og hvítabjarna sem hafa ekki komist út á ísinn. Þeyr hafa valdið margs konar efiðleikum þótt ekki hafi hlotist af miklir mannskaðar.
Þótt ég þykist vera umhverfissinni og dýravinur kem ég vart auga á hvernig menn hefðu átt að bera sig að með öðrum hætti en að fella hvítabjörninn. Allar vangaveltur um hinar og þessar aðgerðir eru út í bláinn. En þetta kallar þó á að einhvers konar viðbragðsáætlun verði samin og menn verði þá reiðubúnir til að gera þær ráðstafanir sem duga á meðan aðgerðir eru í undirbúningi. Þá verða menn jafnvel að hætta á að hvítabirnir gæði sér á landsins skepnum, hverju nafni sem þær nefnast.
Í kaffinu um daginn urðu miklar umræður um hvítabirni og benti einn þátttakandinn á að fróðlegt hefði verið að reyna að rekja slóð dýrsins. Líkur benda til að björninn hafi komið að landi við Húnaflóa og rölt eina 40 km áður en hanns síðasta stund rann upp. Bangsi hefur líklega ekki verið svangur úr því að hann leitaði ekki fanga í mannabyggð.
Ekki eru margar sögur af hvítabjarnarsögum úr Reykjavík, en faðir minn sagði samt eina frá 4. áratugnum.
Ásbjörn Ólafsson, stórkaupmaður, átti hvítabjarnarfeld sem var til skrauts í stofunni hjá honum að Grettisgötu 2. Eitt sinn þegar gleði ríkti þar í húsi og langt var liðið á nótt, sveipaði einn veislugesturinn, sem ekki verður nefndur hér, feldinum um sig og hvarf út í næturmyrkrið. Stillti hann sér upp í portinu á Grettisgötu 2og beið átekta.
Ekki leið á löngu þar til maður nokkur gekk framhjá. Rak þá maðurinn í feldinum upp skaðræðis öskur og hljóp á eftir vegfarandanum. Sá varð viti sínu fjær af hræðslu og tókst að forða sér á hlaupum.
Daginn eftir sótti lögreglan Ásbjörn heim og gerði hvítabjarnarfeldinn upptækan.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér vandræði þau sem geta hlotist af að fanga hvítabirni ættu að kynna sér frásögn Jóhannesar Snorrasonar í bókinni Skrifað í skýin, en hann lýsir þeirri breytingu sem varð á stálpuðum hvítabjarnarhúni sem var hnepptur í fjötra og fluttur til Kaupmannahafnar með viðkomu á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.6.2008 | 14:44 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.