Kettir ógna vængjuðum Seltirningum

Ég fór í sund í morgun ásamt Elínu minni. Þar er ævinlega eitthvað að frétta.

Í morgun bar helst á góma að kettir ógni nú fuglalífi á Seltjarnarnesi og gengur það nú fjöllunum hærra, þótt nesið sé láglent, að kettir hafi sést úti í Suðurnesi þar sem þeir vomuðu yfir kríuvarpi og æðarfugli.

Sumir halda því fram að náttúran heimti sitt. Heimiliskettir eru ekki eðlilegur hluti íslenskrar náttúru. Þeir eru rándýr se maðurinn elur sér til skemmtunar. Mikið þyrfti að skylda kattaeigendur til að loka þessi rándýr inni í búrum á varptímanum.

Fyrir um hálfum öðrum áratug komst vart nokkur þrastarungi upp í bænum. Mér er sagt að margt bendi til að í ár endurtaki sama sagan sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband