Við viljum vel borgandi fólk

Það hefur komið fram á þessum síðum að Iðunnarhúsið á Seltjarnarnesi var rifið eftiráramótin. Ætlunin var að reisa í staðinn 25 íbúða hús. Upphaflega vildi byggingarverktakinn hafa þær rúmlega 30 en vegna kröftugra mótmæla nágranna varð ekkert af því. Heyrst hefur að verktakinn beri sig illa eða eigandinn og kvarti undan því að ekki verði mikill hagnaðaður af framkvæmdinni. Honum var nær að sprengja svona upp húseignaverðið á svæðinu! Að minnsta kosti greiddi hann meira fyrir íbúðarhús en sést hefur fyrr eða síðar fyrir slíkt húsnæði á nesinu, eftir því sem fróður maður um fasteignaviðskipti hélt fram. Síðan húsið var rifið er gapandi sár þar sem Iðunn stóð áður og illa hirt.

Í heita pottinum í morgun bárust þessi mál í tal og íbúðabyggingarnar á Hrófsskálamelnum á Seltjarnarnesi. Þar var mér tjáð að Íslenskir aðalverktakar ætluðu a byggja 80 íbúðir í stað 120 eins og áður var fyrirhugað og hefðu þeir greitt 1,6 milljarða fyrir lóðina, 20 milljónir á íbúð.

Það gengur fjöllunum hærra á þessu láglenda nesi að málið hafi komið til umræðu á fundi hjá Félagi sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Hafi þá bæjarstjóri sagt að við vildum vel borgandi fólk.

Jamm, búast má við að ýmsir, sem kaupa þessar íbúðir, greiði einungis fjármagnstekjuskatt. Það fer vel á því enda útsvar hér á nesinu lægra en víðast hvar á Íslandi.

Kallast þetta ekki stjórngæska?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband