Tíðindi úr fílabeinsturninum og grátklökkur lestur á mbl.is

Össur Skarphéðinsson, samfylkingarþingmaður og ráðherra, skrifaði skemmtilega og skondna grein í Morgunblaðið í dag þar sem honum fannst Morgunblaðsritstjórinn hafa verið vondur við Samfylkinguna. Varla get ég sagt að ritstjórinn hafi verið verri við þann flokk en borgarstjórnarfokk Sjálfstæðisflokksins. Ég vona heitt og innilega að Mogginn geti staðið fast á sínu og veitt hvaða stjórnmálaflokki sem er aðhald. Til að mynda var snilldarlegur pistill Kolbrúnar Bergþórsdóttur um daginn þar sem hún fagnaði sumarleyfi þingmana Frjálslynda flokksins sem hafa látið sig hafa það að ástunda einhvern lágkúrulegasta áróður gegn útlendingum í þessu landi sem lengi hefr heyrst. Jaðrar hann á stundum við hreinan nasisma.

Í dag, eftir að hafa lesið grein Össurar, ákvað ég að athuga hvað væri á seiði úti í hinum stóra heimi og fór á mbl.is. Sá ég þar litla klausu um að nú væri hægt að fá lesnar fréttir á vefnum eð Vefþulunni sem fyrirtækið Hexia hefur þróað.

Auðvitað mátti ég til að prófa þessa vefþulu og félagi minn gerði það einnig. Niðurstaðan varð þessi:

Þessi talgervill Hexíu er alls ekki fullgerður. Kvenmannsröddin les brostnum málrómi það sem menn vilja hlusta á. Hrynjandin er í litlu samræmi við setningaskipan íslenskrar tungu.

Þótt talgervillinn Snorri sé að sumu leyti gallagripur er hrynjandin betri. Það stafar af því að grunnur hans var lagður af notendum sem hlustuðu á forföður hans á 10. áratugnum. Eigendur Hexíu höfðu hins vegar ekki fyrir því að leita til neinna notenda.

Ég bíð nú eftir að fá talgervilinn til prófunar með Supernova-forritinu. Lesturinn er að vísu furðuskír. Ég efast hins vegar um að sú, sem ljáði talgervlinum rödd sína, yrði hrifin ef hún heyrði sjálfa sig lesa fréttirnar á mbl.is grátklökkri röddu.

En hvað sem öðru líður þá eiga umsjónarmenn mbl.is þakkir skyldar fyrir þetta framtak og væri fróðlegt að fylgjast með því hverjir nota þennan talgervil til þess að hlusta á fréttir. Mbl.is er enn án efa einhver framsæknasti fjölmiðill landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband