Í nótt dreymdi mig að ég hitti Guðrúnu Hannesdóttur, forstöðumann Starfsþjálfunar fatlaðra til margra ára. Við vorum á tæknisýningu. Ég hafði orð á því við hana að við þyrftum að stofna talgervilshóp eins og í gamla daga og nú ætti markmiðið að vera að fá framleidda talgervla í alls konar tæki sem gætu þá talað íslensku. Tók hún því vel.
Hún sýndi mér undurlétta skó sem voru gerðir úr sultuafgöngum. Sagði hún svo gott að ganga á þeim að sér fyndist hún líða áfram.
Þá sýndi hún mér bolla og könnur sem gerðar voru úr alls kyns matarafgöngum og pappír. Voru þeir léttir og áferðin afar skemmtileg. Bollarnir voru ýmislega mótaðir og var ég ekki viss um að þeir hentuðu allir vel til að drekka úr þeim. En margt var þarna um skemmtilega og vel hannaða gripi.
Nú kann ég þó það í efnafræði að ég veit að sultuskór myndu væntanlega leysast upp í bleytu. En ætli væri ekki hægt að finna einhver hersluefni til þess að halda skónum saman? Hins sama ber að spyrja um bollana.
Draumar eru ekki ætíð skynsamlegir. Þó eru dæmi þess að fólk hafi dreymt lausnir tæknilegra vandamála eða þær hafi birst því í draumi. Þannig var með Singer þann sem fann upp saumavélina.
Flokkur: Tölvur og tækni | 14.6.2008 | 08:15 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.