Bjarnargreifi

Áðan ætlaði ég að fylgjast með fréttum af hvítabirninum á Hrauni á Skaga, en sjónvarpið mitt sendi einungis út íþróttakappleik. Þetta er nú meira tækið!

Ég hafði einmitt velt því fyrir mér hvað björgun bjarnarins kostaði okkur skattgreiðendur. Á mbl.is var svo þessi frétt. Að öllu gamni slepptu virði ég Björgúlf Thor fyrir þessa ákvörðun og legg til að hann hljóti sæmdarheitið bjarnargreifi.

Fari svo að þriðji björninn gangi á land í Skagafirði eins og menn hefur dreymt fyrir verði r-inu sleppt enda geri ég ráð fyrir að hann kosti björgun hans líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband