Skeytingarleysi

Í dag valt 18 hjóla bíll með tengivagni í Ártúnsbrekkunni og tafði umferð klukkustundum saman. Að sögn manna leikur grunur á að vagninn hafi verið ofhlaðinn.

Það virðist ótrúlega algengt að bílstjórar virði ekki settar reglur um frágang farms, hleðslu, hæð ækis o.s.frv. Hvað eftir annað hafa flutningabílstjórar reynt að ryðjast undir göngubrýr með ofhá æki og rekið sig upp undir í jarðgöngum og eyðilagt ýmislegt í leiðinni.

Því miður virðist innbyggt í allt of marga Íslendinga þjösnaskapur og virðingarleysi fyrir öðrum. Hvað hefði gerst hefði einhver smábifreið orðið fyrir ofhlöðnum tengivagninum um leið og hann valt?

Kunningjar mínir hafa stundum skammað mig fyrir að vera of refsiglaður. Ég hef því horfið frá refsigleði yfir í sektagleði. Sjálfsagt dugar lítið annað en að stórhækka sektir sem gilda við ýmsum brotum í umferðinni. Sektir og þær nógu háar virðast vera eitt af því sem Íslendingar skilja betur en flest annað


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú ert með svipaðar skoðanir og norsk yfirvöld sem telja að sektir og refsingar við minnstu yfirsjónum dragi úr yfirsjónum..  það er rangt því yfirsjónirnar halda áfram að gerast.. því við erum öll misjafnlega vel undirbúin undir amstur dagsins..

annað sem ég hef tekið eftir að þeir sem eru lengst til hægri og lengst til vinstri eru refsiglaðastir..  

Óskar Þorkelsson, 19.6.2008 kl. 08:47

2 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Ég trúi á hár sektir, gjarnan greiddar fyrirfram, það er að stjórnvöld banni mun fleiri hluti, jafnvel að allt sé bannað sem ekki er leyft sérstaklega með lögum.  Auðvitað erum við nógu klár til að sjá hvernig á að reka samfélagið á sem skilvirkastan máta.

Bjarni G. P. Hjarðar, 19.6.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband