Lok lok og læs

Í morgun ætlaði ég inn á blogg minnar góðu vinkonu, Helenu Björnsdóttur, þar sem hún fjallar um samstarf sitt of leiðsöguhundsins Fönix. Þá sá ég að blogginu hafði verið læst með lykilorði.

Á bloggi þessu eru ómetanlegar upplýsingar um þjálfun hunds og manns og ýmsar sögur af skynsemi og fundvísi hundsins.

Helena hefur einstakt lag á að lýsa aðstæðum og gera úr frásögninni spennandi rás atburða sem áhrifaríkt og ánægjulegt er að lesa enda ritar hún eðlilegt, íslenskt talmál sem vefst ekki fyrir neinum.

Ég vissi að vísu að hún væri hætt að blogga og að hún hefði hug á að læsa blogginu.

Þegar því hefur nú verið læst læðist að mér söknuður. Það er nefnilega með sumt blogg eins og góðar bókmenntir að mig langar til að glugga í það endrum og eins.

Ég hef stundum ýjað að því við Helenu að hún ætti að gefa út bók um samstarf þeirra fönix. Hún gæti orðið ágæt kennslubók um leiðsöguhunda og betri kynning fyrir almennan markað en margur hyggur.

Ef til vill væri þó betra að setja valda kafla úr frásögn Helenu á netið og hafa vísanir víða svo að þær væru auðfundnar.

Vonandi sjáum við Helenu aftur í bloggheimum og fáum að njóta skarpskyggni hennar, kímigáfu og góðvildar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband