Enn um Fréttaauka

Ég fann kynningu á hljómplötu Árna Johnsen í þættinum Popplandi frá 8. nóvember. Margt virðist þar vel gert. Að vísu er ekki farið með lagið "Ég veit þú kemur" eins og Oddgeir kenndi mér það, en e.t.v. hefur það verið skrifað með þeim hætti sem Árni syngur það. Þarf að athuga það.

Lagið Fréttaauka söng Árni allvel og af tilfinningu. Hjörleifur Valsson lék vel á fiðlu og Óskar Einarsson á flygil af öryggi, en ekki af mikilli tilfinningu enda hafði hann víst aldrei heyrt lagið fyrr en kvöldið áður en hann hljóðritaði það. En útsetningin var smekkleg.

Árni komst prýðilega frá hálftónunum en breytti örlítið viðlaginu. Ef til vill var það til bóta. Textinn féll aldrei almennilega að því, en nú eru áherslur réttar þótt laglínan hafi breyst örlítið.

Það sem ég hef heyrt af hljómplötunni virðist mér það besta sem Árni hefur gert fram að þessu og því óhætt að fullyrða að fólki fari ekki ætíð aftur með aldrinum. Það er full ástæða til að óska honum til hamingju með framtakið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband