Í gær mun bygginga- og skipulagsnefnd ´Seltjarnarness hafa ákveðið að hafna beiðni Þyrpingar um að fá að gera landfyllingu út frá Norðurströnd til móts við bensínstöðina og reisa á henni verslunar- og þjónustumiðstöð. Voru fulltrúar víst einróma um þessa ákvörðun, hvar í flokki sem þeir stóðu.
Ákvörðun þessi vekur upp ýmsar spurningar og til að mynda þá hvort lengur sé réttlætanlegt að Seltjarnarnes sé sjálfstætt sveitarfélag. Vitað er að fjöldi fólks úr vesturbæ Reykjavíkur hefur sótt þjónustu til þeirra fyrirtækja sem eru á Seltjarnarnesi. Með þessari höfnun má leiða líkur að því að Bónus flytji héðan og hver veit hvað Hagkaup treystast til þesss að hýrast lengi á þessu ólánlega Eiðistorgi sem aldrei hefur þjónað hlutverki sínu.
Um leið er hafnað þeirri hugmynd að breyta torginu í menningar- og stjórnsýslumiðstöð og skapa þannig vettvang fyrir enn frekari þjónustu á þessu svæði. Sú röksemd, sem m.a. hefur komið fram frá fulltrúum Neslistans, um að landfyllingar hafi ekki verið á dagskrá framboðanna fyrir síðustu bæjarkosningar á ekki við í þessu máli. Hvort sem menn eru andstæðir þessari umsókn eður ei hefði verið rétt að skoða hana í víðara samhengi og efna til rökrænnar umræðu í bæjarfélaginu þar sem ýmsar hliðar þessa máls hefðu verið kynntar. Greinilegt er að koma á í veg fyrir lýðræðislega umræðu á meðal íbúanna og skýtur það skökku við yfirlýsingar sem heyrðust fyrir kosningar.
Þau furðulegu rök heyrast og um þessa fyrirhuguðu framkvæmd og aðrar framkvæmdir, sem áhugi er á að stofna til, að þær muni auka umferð annarra en Seltirninga inn í bæinn. Hið sama geta Reykvíkingar sagt. Við Seltirningar sækjum gjarnan austur í Nauthólsvík þar sem gerð hefur verið skemmtileg aðstaða til sólskins- og sjóbaða. Á Seltjarnarnesi eigum við okkar Seltjörn sem gaman er að synda í. Þar hefur allri aðstöðu verið haldið í lágmarki, sennilega til þess að Reykvíkingar séu ekki að flækjast fyrir okkur Seltirningum.
Hvað er útkjálkapólitík ef ekki þessi hugsunarháttur meiri- og minnihluta bæjarstjórnar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.11.2006 | 20:00 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.