Jón á Kirkjulæk látinn

Hvern hefði grunað aðfangakvöld Jónsmesunætur í fyrra þegar hofið, sem Jón Ólafsson á Kirkjulæk hlóð, var vígt, að hann bæri þá þegar það mein sem síðar dró hann til dauða. Öll héldum við að hann hefði ofgert sér við hleðsluna og önnur störf sem að honum hlóðust.

Við Jón áttum nokkur samskipti á undanförnum árum og öll voru þau góð. Við kynntumst innan Kvæðamannafélagsins Iðunnar, en hann gekk í félagið fyrir nokkrum árum. Jón hét eftir afa sínum, Jóni Lárussyni, kvæðamanni frá Hlíð í Vatnsnesi, sem hafði erft listina að kveða af Bólu-Hjálmari, afa sínum.

Jón Ólafsson var hagleiksmaður til orðs og handa eins og hofið á Kirkjulæk ber glöggt vitni um. Hann unni fósturjörð sinni og mögnum alheimsins og æskti þess að hofið yrði griðastaður allra sem hlýddu kallinu um frið á jörð og kærleik í garð náungans.

Margir minnas Jóns með þakklæti og virðingu. Ég votta fjölskyldunni allri okkar Elínar dýpstu samúð vegna ótímabærs andláts hans.

Í virðingarskyni við þennan góða vin okkar allra birti ég með skjali þessu útvarpsviðtal sem hljóðritað var í Rangæingahofi skömmu áður en vígslan hófst.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband