Enn um aðgengi að Jövu

Hvað sem um Bill og Microsoft má segja hefur hann stuðlað að því að gera tölvur aðgengilegar, að vísu eftir að allt horfði til málaferla bandarísku blindrasamtakanna við Microsoft.

Mér hljóp kapp í kinn vegna athugasemdar Drengs og réðst aftur á Jövu. Nú er Javan komin inn og sögð vera í lagi.

Þá sótti ég Windows Access Bridge og þar er eitthvað skrýtið og óaðgengilegt. Ég gafst upp núna áðan og ætla að fá einhvern snilling skyldan mér til þess að skoða þetta.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvfers vegna grunnatriði eins og uppsetning hugbúnaðar sé ekki aðgengileg öllum. Í Bandaríkjunum, þar sem lög gilda um upplýsingaaðgengi fer þó margt á annan veg. Til að mynda eru Brómberjasímarnir (Blaccberry) gersamlega ónothæfir blindu fólki. Með því að leika sér að því að brjóta viðurkennda staðla og finna upp ný tól leggja framleiðendur um leið hindranir í götu fólks sem hefur ekkert til saka unnið en að aðhyllast það sem er aðgengilegt á markaðinum og selst.

Eitthvað segðu bílstjórar ef bílum væru ætlaðar gangstéttir og gangandi fólki og hjólandi breiðgötur borgarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband