Ég þykist vera umhverfissinni og færi allra minna erinda hjólríðandi ef ég ætti þess kost.
Ég myndi nota almenningssamgöngur miklu meira en ég geri ef þær væru hagkvæmar og í lagi.
Einu sinni var gaman að ferðast með strætisvögnum. Þeir voru iðulega vettvangur heillandi umræðu og skemmtilegs mannlífs. Vagnarnir gengu á 15 mínútna fresti og Reykjavík var minni en nú.
Nú hefur borgin þanist út. Vagnarnir ganga á 20 mínútna fresti á virkum dögum en sums staðar á klukkutíma fresti um helgar og farþegum hefur fækkað. Vagnarnir standast sjaldnast áætlun og lengi, lengi, lengi, já langa-langa-lengi þarf að bíða eftir næsta vagni.
Ég hélt að nýja kerfið myndi laga þetta. Ef eitthvað var versnaði ástandið.
Í sumar kannaði ég hvað það tæki langan tíma að komast vestan af Seltjarnarnesi upp á Morgunblað. Það tók mig jafnlangan tíma og í fyrra, klukkustund og 15 mínútur, ef ég var heppinn.
Ég hef því orðið orkueyðslunni að bráð og bráðum ætlar Elín að hjóla með mér til vinnu. Það tekur um 40-50 mínútur. Þannig verðum við vistvæn og stundum hollt líferni.
Ég skil mætavel af hverju námsmenn nota ekki strætó sem skyldi. Kerfið er handónýtt og við orðin of værukærir, Íslendngar.
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hilsen til deg og Elin fra Heidi i Kalvåg i vest Norge.
Jeg ville også ta bussen hvis det ikke tok så forferdelig lang tid og hvis man kunne stole på at den kom til tiden.
Bussen kunne like så godt være gratis istedet for å kjøre rundt med tomme seter. Jeg ser nesten aldri flere enn to tre i hver buss som jeg kjører forbi.
Heidi Strand, 29.6.2008 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.