Guðrún Stefánsdóttir frá Skuld í Vestmannaeyjum er 100 ára í dag. Hún er dóttir hjónanna Stefáns Björnssonar útvegsbónda, f. 1878, d. 1957, og Margrétar Jónsdóttur, f. 1885, d. 1980. Guðrún giftist Helga Benediktssyni, athafnamanni í Vestmannaeyjum, 26. maí árið 1928, en Helgi hafði flust til Eyja 7 árum áður og byrjað þar atvinnurekstur sem stóð næstu fimm áratugi. Helgi lést árið 1971.
Þau Guðrún og Helgi eignuðust 8 börn. Þau eru: Stefán, útgerðarstjóri og ökukennari í Vestmannaeyjum, f. 1929, d. 2000, Sigtryggur, fyrrum forstjóri í Reykjavík, f. 1930, Guðmundur útvarpsvirki, f. 1932, d. 1953, Páll ferðamálafrömuður í Vestmannaeyjum, f. 1933, Helgi, f. 1938, d. 1960, Guðrún verslunarmaður, f. 1943, Arnþór fjölmiðlungur, f. 1952, og Gísli blokkflautuskáld og eigandi Hljóðvinnslunnar ehf., f. 1952.
Þau Guðrún og Helgi stofnuðu heimili í Vestmannaeyjum og bjuggu þar allan sinn búskap. Heimilið var fjölmennt enda algengt að starfsmenn eða hluti þeirra byggju þar. Helgi stundaði umfangsmikinn atvinnurekstur. Má þar nefna útgerð, verslun, iðnrekstur o.fl. Þegar ég man fyrst eftir mér var heldur farið að hægjast um og þjóðfélagið að breytast. Þó var heimilið enn fjölmennt og algengt að 12-14 manns sætu við hádegisverðarborðið. Oft gustaði um eiginmann Guðrúnar, Helga Benediktsson, en hún reyndi ævinlega að sjá til þess að heimilið væri sá friðarreitur sem veitti skjól fyrir ofviðri stjórnmálanna.
Guðrún var ein þeirra sem hröktust frá Vestmannaeyjum aðfaranótt 23. janúar 1973 og sneru ekki aftur. Hún settist fyrst að í Reykjavík og síðar á Seltjarnarnesi þar sem hún bjó í rúma tvo áratugi.
Guðrún hélt góðri heilsu framan af. Þegar sótti á 10. áratuginn flutti hún á elli- og hjúkrunarheimilið Eir, þar sem hún hefur búið í tæpan áratug.
Heilsu Guðrúnar hefur nú hrakað mjög. Hún nýtur þess þó enn að sjá ættingja sína og vini og gleðst innilega þegar börnin koma til hennar.
Guðrún heldur enn glaðværð sinni og gleður börn sín og barnabörn með skemmtilegum athugasemdum.
Arnþór.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 30.6.2008 | 09:46 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319699
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnþór minn. Hjartanlega til hamingju með aldarafmælið. Hugsa sér hvað tíminn líður hratt. Mér finnst bara þetta hafa gerst í gær að ég var hjá ykkur á Heiðaveginum í Vestmannaeyjum 1967. Svona líður þetta. Ég bið hjartanlega að heilsa mömmu þinni og ykkur öllum. Með beztu kveðju.
Bumba, 30.6.2008 kl. 09:50
Hver er Umba?Spyr sá sem ekki veit.
Arnþór Helgason, 30.6.2008 kl. 10:39
Bumba en ekki Umba segir hann en ekki er það ég. Hann heitir Jón Þorsteinsson og er söngvari.
Ég heiti hins vegar Hilmir Arnarson og er sonur Ólafs Arnar Ólafssonar og Hrefnu Hilmisdóttur og barnabarn Eyglóar Stefánsdóttur og Ólafs Rósants Björnssonar. Ég veit ekki hvort þú munir eftir mér.
Hilmir Arnarson, 30.6.2008 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.