Þeir Íslendingar sem hafa reynt langvarandi atvinnuleysi á eigin skinni vita hvað aðgerðarleysi er. Þetta vita einnig fjölskyldur þeirra og vinir, ef þeir hafa þá ekki heltst úr lestinni vegna aðstæðna hinna atvinnulausu.
Flestir atvinnulausir Íslendingar eiga ýmissa kosta völ til þess að fá tímann til að líða. Það eiga ekki hælisleitendur sem eiga fárra kosta völ til þess að skapa sér einhverja afþreyingu eða fá atorku sinni og sköpunargleði útrás.
Er Íslendingum sæmandi að fara svona með fólk sem leitar hingað í nauð?
Hvers vegna velta íslenskir mannréttindafrömuðir og friðarsinnar ekki þessu fyrir sér og stofna t.d. vinafélag hælisleitenda?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.7.2008 | 09:47 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð hugmynd. Ef þú stofnar slíkt félag, endilega settu mig þá á póstlistann.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 10:11
Nú þekki ég til þar sem hælisleitendur búa í Reykjanesbæ. Þeir hafa það svo sannarlega gott miðað við það sem þeir þekkja, þeir hafa tölvur og fleira hobbý tengt, þeir fá frábært fæði og eru öllu jafna mjög ánægðir hérna og vilja helst ekki fara héðan. En þetta er alls ekki saklaust fólk sem kemur hérna í nauð. Við Íslendingar erum bara mjög blaut á bak við eyrun þegar kemur að ólöglegum innflytjendum, þetta fólk er oft búið að stúdera lengi mögulegar leiðir inn í EU og Ísland er góður stökkpallur.
Agnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 23:34
Er það nú orðinn glæpur að stúdera leiðir til þess að lifa við öryggi?
---
Vandamál hælisleitenda á Íslandi er ekki það að þeir fái ekki nógu gott að éta, heldur óvissan sem þeir búa við. Það er áreiðanlega þúsundsinnum skárra að búa í Reykjanesbæ og hafa aðgang að tölvu, en að húka í tjaldi í afríku eða miðausturlöndum en vandamálið er ekki það að þá vanti meira dót, heldur það að þeir lifa í sífelldri biðstöðu. Flóttamenn eru hvergi velkomnir sem manneskjur og það fer áreiðanlega til langs tíma verr með þá en skortur á afþreyingu. Fólk þarf að tilheyra samfélagi, hafa vinnu, menntun og heilsugæslu, það er ekki nóg að fóðra það, það þarf líka að hafa skyldur og réttindi.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 07:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.