Landskunnur hagyrðingur fallinn frá

Í Morgunblaðinu í dag eru birtar minningargreinar um Jóhannes Halldór Benjamínsson frá Hallkelsstöðum í Borgarfirði.

Jóhannes var einn snjallasti hagyrðingur landsins og hraðkvæður svo að af bar. Hann var einn þeirra manna er settu sterkan svip á tilveruna, hógvær maður og lítillátur og svaraði gjarnan spurningu með vísu.

Þegar ég var yngri en nú stofnuðum við kunningjarnir fyrirtæki sem átti að eiga viðskipti við Kína. Rákum við það í smáum stíl fram að árin8 1980, en þá lagði það upp laupana. Ekki verða ástæðður þess raktar hér, en fyrirtækið fékk ekki það liðsinni sem það hefði átt skilið. Bankastjórar 8. áratugarins höfðu lítinn skilning á að Kína væri upprennandi efnahagsstórveldi.

Við félagarnir fluttum m.a. til landsins harmonikur frá Kína af tegundinni Parrot (páfagaukur). Jóhannes keypti eina þeirra árið 1974 og notaði hana áratugum saman þegar hann lék jólasvein á Lækjartorgi og víðar.

Ýmsar hnyttnar vísur eru eftir Jóhannes. Yngri tvíburabróðir minn trúlofaði sig í tvígang um miðjan 8. áratuginn og þótti Jóhannesi hann gerast óþarflega fjölþreifinn til kvenna. Hann orti þessa vísu:

Fjári er hann fjörugur,

fljóðin við hann sýsla.

Það er árviss atburður

opinberun Gísla.

Við Jóhannes áttum um nokkurt skeið samleið innan Kvæðamannafélagsins Iðunnar og ævinlega var skemmtilegt að hitta hann.

Nú hefur góður drengur kvatt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband