Missa brevis eftir Svein Lúðvík Björnsson - ný perla íslenskra tónbókmennta

Í dag brugðum við Elín okkur austur að Skálholti á sumartónleika. Þar frumflutti Hljómeyki Missa Brevis f. blandaðan kór, víólu og selló eftir Svein Lúðvík Björnsson, tónskáld. Magnús Ragnarsson stjórnaði. Á hljóðfæri léku Þóra Margrét Sveinsdóttir á víólu og Sigurður Halldórsson selló.

Auk messunnar flutti ISHUM-kvartettinn Ego is emptiness (1996), Og í augum blik minninga f. strengjakvartett (2007), Egophonia I fyrir selló og tónband (2002), einnig eftir Svein.

Tónlist Sveins Björnssonar er áhrifamikil og andrík.

Á seinni tónleikunum flutti kvartettinn verk eftir Boccherini, Mozart og Giovanni Solloma. Verk hins síðastnefnda var snilldarvel flutt og ofurskemmtilegt.

Auk tónleikanna áttum við samræður við ýmsa merkismenn og konur á staðnum, þar á meðal Bjarna Harðarson, þingmann Sunnlendinga. Básúnaði hann það um allt að hann hefði munstrað mig í Framsóknarflokkinn. Taldi ég hætti við að gíróseðlar yrðu endursendir ef þeir bærust. Ætli ekki yrði dýr Hafliði allur ef ég gengi í flokkinn?

Ýmislegt bar fleira á góma sem ég rita um á öðrum vettvangi enda er það svo fréttnæmt að ég verð að fá frekari staðfestingu á sögunni áður en hún flakkar. Fylgist því með Mogganum á næstunni og reynið að átta ykkur á því hvar og hvenær fréttin birtist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband