Á milli tónleikanna fengum við okkur kræsingar í skólanum. Fyrst skal þar nefna tertu kryddaða með kanel að hætti eldameistara Brynjólfs Sveinssonar, biskups, en sú terta þykir okkur hið mesta lostæti. Þá má nefna lummur, rúgbrauð með kæfu, kleinur o.fl. sem allt var bakað að fornum sið.
Einn sannfróðasti Sunnlendingur og þingmaður, sem ég þekki, Bjarni Harðarson, lét svo lítið að setjast hjá okkur og tókum við tal saman. Rifjaði ég upp þegar Stefán í Skuld, afi minn, varð fyrir því að flytja Skerflóðs-Móra út í Vestmannaeyjar með vélbátnum Mugg. Það mun sennilega hafa verið árið 1938. Hann sá hvar strákur með hattkúf á höfði kom steðjandi niður bryggjuna og sneri bátnum við til þess að hleypa honum með. Um leið og strákur kom um borð hvarf hann sjónum afa míns. Síðar heyrðu menn hann selja upp.
Móri undi ekki lengi í Eyjum, tókst þó að gera kýr nokkrar óðar og sneri síðan til lands.
Móri hefur síðan haft í frammi hrekki en engan drepið. Hann hefur fælt hesta undan mönnum, bilað fyrir þeim bifreiðar og framið aðrar brellur sem ekki er orð á gerandi.
Bjarni sagði mér frá hrekk nokkrum sem þykir sýnu verstur og framinn var í fyrra.
Stokkseyrarhátíð var haldihn í fyrra og þangað var fengin ein af þyrlum landhelgisgæslunnar. Sýndi áhöfnin björgun úr sjó og tókst hún giftusamlega.
Eftir að sýningu lauk settist þyrlan á bryggjuna og út stigu fjórir borðalagðir menn. Spjölluðu þeir við áhorfendur.
Að því búnu stigu þeir um borð. Sáu þá fjölmargir að þeir voru ekki fjórir heldur fimm!
Skömmu síðar missti þyrlan afl þegar hún var við æfingar yfir Straumsvík, hlúnkaðist í sjóinn, hélst þar á réttum kili um stund og hvolfdi síðan.
Bjarni Harðarson fullyrti að sannorðir Sunnlendingar, sem urðu vitni að sýningunni á Stokkseyrarhátíðinni í fyrra, staðhæfðu að þarna hefði Skerflóðs-Móri verið á ferð.
Mér hefur verið ráðið frá því að skrifa formanni flugslysanefndar og vekja athygli á þessum þætti málsins. En sökum þess að fleira er í umhverfi okkar en margir skynja tel ég rétt að hafa orð á þessu á bloggsíðunni ef vera kynni að þáttur Móra varpaði einhverju ljósi á það hvers vegna flotholt þyrlunnar gaf sig, þótt ekki væri annað.
Bjarni Harðarson segir að svo mörg og sannorð vitni hafi verið að því er Móri fór um borð að engum vandkvæðum verði undirorpið að fá þessa sögu staðfesta.
Vegna þess hvernig þessu máli er varið tel ég rétt að skrá frásögn þessa í flokkinn Stjórnmál og samfélag enda verður að segja sem er að Móri garmurinn getur verið hálfgert vandræðakvikindi.
Af einhverjum ástæðum sá hann ástæðu til að bekkjast við undirritaðan í vinnunni í gær með því að fikta í tölvunni. Í dag held ég að hann hafi ráðist á tölvu nágranna míns sem tók uppp á því að vinna sjálfstætt (tölvan, ekki nágranninn).
Hafið því gát á ykkur þegar Móri garmurinn er annars vegar en hafið jafnframt gaman af honum. Þá verður skaðinn einna minnstur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.7.2008 | 22:13 (breytt kl. 22:28) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.