Ég veit hvernig á að sigra í stríði

Í gær birti Barack Obama stefnu sína í málefnum Íraks. Taldi hann að Bandaríkjamenn væru að veðja á ranganhest. Aðalandstæðingurinn væri í Afganistan en ekki í Írak. Því vill hann kalla heim mestallan herafla Bandaríkjamanna á næsta kjörtímabili.

John McKain brást skjótt við og hélt mikla skammaræðu þar sem hann margendurtók að hann vissi hvernig ætti að vinna sigur í stríði. Rakti hann síðan hinn mikla árangur sem Bandaríkjamenn hefðu náð við að byggja upp innviði írasks samfélags sem þeir eyðilögðu og hélt því fram að vel gengi að tryggja öryggi írakskra borgara.

Barack svaraði á móti fullum hálsi og benti á að mannfall Bandaríkjamanna í Írak hefði verið mikið í síðasta mánuði.

Þetta var aumt áheyrnar. Hvaða stíð skyldi John McKain hafa unnið? Barðist hann ekki í Víetnam? Hver tapaði því stríði?

Stóð John kannski uppi sem sigurvegari?

Spyr sá sem ekki veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband