Sporlatir laxveiðimenn

Í morgun brugðum við hjónin okkur í gönguferð um Elliðaárhólmana. Logn var á og hlýtt.

Fjölbreytnin á svæðinu er mikil. Gróður margvíslegur og ýmsar kletta- og flúðamyndir sem gaman er að skoða og hlusta á.

Um hólmmana liggja göngustígar sem flestir eru vel færir. Skógurinn veitir svo mikið skjól að stundum hverfur hávaðinn af umferðinni nær alveg.

Það vakti furðu okkar að á einum stað stóð gamall og fremur óásjálegur jeppi við göngustíginn. Furðuðum við okkur á þessu. en skýringarinnar var ekki langt að leita. Nærri jeppanum voru menn að veiðum.

Þarna var enn eitt dæmið um virðingarleysi fólks fyrir örðu en því sem ökumenn telja sér henta. Ef til vill er það sameiginlegt sumum veiðimönnum og ýmsum sem stunda heilsurækt í líkamsræktarstöðvum að þeir geti vart gengið spönn frá rassi.

Hefðu veiðimennirnir ekki ekiðjeppanum sínum niður bratta brekku hefðu þeir þurft að paufast upp þessa sömu brekku með feng sinn ef hann hefur þá orðið nokkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband