Hungursneyð í Austur-Afríku

Breska útvarpið greindi frá því í morgun að hungursneyð væri brostin á í sumum löndum Austur-Afríku. Nefnd voru einkum löndin Sómalía, Erítrea og E´þíópía.

Ástæðurnar eru nú fyrst og fremst miklar verðhækkanir á maís og hrísgrjónum. Dæmi eru þess að matvæli hafi hækkað 4-5 sinnum á einu ári.

Fólk, sem lifir á kvikfjárrækt, fær ekki lengur nægilega hátt verð fyrir afurðir sínar til að geta keypt kornmeti. Taldi fréttamaður útvarpsins að yrði ekkert að gert stefndi í sömu hörmungar og urðu á þessu sama svæði árið 1984.

Það versta er að þetta stafar m.a. af græðgi þeirra sem meira mega sín, eða ætti ég heldur að segja okkar sem best megum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Þessu tengt.  Ég rakst á frétt um daginn, þar sem fjallað var um hvernig stefna ESB ógnar landbúnaði í Afríku.  Dæmi:  Í Camerún er selt svínakjöt frá ESB, sem vegna niðurgreiðslna kostar 1.00 sh, verða á innlendu svínakjöti er hinsvegar 2.60 sh.  Þetta er aðeins eitt dæmi um hvernig stefna ESB ógnar innanlandsmatvælaframleiðslu í ríkjum Afríku og víðar.  Hækkandi verð vegna spákaupmennsku á matvælum og öðru bætist svo ofaná.  Hinir sterku "éta" hina veikari!

Auðun Gíslason, 24.7.2008 kl. 12:53

2 identicon

ESB ógnar Afríkubúum, senda matvæli á markað og niðurbjóða bændur þar. Bændur geta ekki selt sínar afurðir á markaði og fara því flatt..

Þetta er satt hjá þér Auðun Gíslason og finst mér mjög vanta upp á að fólk almennt hafi vitneskju um þetta

Halldóra S (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 21:25

3 identicon

Svokölluð alþjóðavæðing er nú svo sniðug að sumir verða alþjóðlegri en aðrir. T.d. er hægt að gera suma alþjóðlegri en aðra með tollum sem koma í veg fyrir að þróunarlöndin geti flutt landbúnaðarvörur út til Vesturlanda.

Það er of mikið oj í heiminum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er það ekki þetta sem við erum að fara fram á að fá inn niðurgreitt kjöt fra EB ekki hef ég orðið ver við ahyggjur af Íslenskum landbúnað eða bændum ? Gildir annað um þá en bændur í Afríku

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.7.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband