Einkastjórnmálasamtök

Stundum komast menn til valda vegna oddaaðstöðu sinnar. Þeir kunna einhverju sinni að hafa haft að baki sér hóp fólks sem myndaði samtök um tiltekið málefni. Stundum hverfur hópurinn og oddvitinn verður einn eftir í hópi með sjálfum sér.

Þegar eins manns flokkur kemst í oddaaðstöðu þarf hann einatt að velja sér til samstarfs fólk sem hefur svipaðar áherslur og flokkurinn. En þetta fólk gengur sjáldan í flokkinn.

Dæmin hafa sýnt oftar en einu sinni að slíkt samstarf stendur sjaldnast lengi. Eins manns flokkar eru þekktir að einstrengingshætti og ýmsum kreddum sem þeir geta ekki látið af. Ef vikið er út af slíkum kreddum og flokknum finnst sér ógnað er samstarfinu við þann, sem móðgaði flokkinn, einfaldlega rift. Lýðræðisleg umræða getur ekki farið fram. Flokkurinn ræður.

Það hlýtur að ljúkast upp fyrir lýðræðisflokkum hvaða hætta stafar af því að eiga samstarf við eins manns flokka. Þá reynir fyrst á lýðræðið þegar tekist er á um hvort megi sín meira, sannfæring fólksins eða skoðun eins manns flokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband