Leikmannsþankar um afleiðingar þorskþurrðar við Nýfundnaland

Í breska útvarpinu var í gærkvöld athyglisvert viðtal við forystumenn sjómanna á Nýfundnalandi, en þar telja menn nú að borin von sé að þorskstofninn nái sér á ný.

Einn þeirra sem rætt var við fullyrti að skefjalaus ofveiði erlendra þjóða og rányrkja heimamanna væri ástæða þess hvernig fór, ekki breytt náttúrufar og skilyrði í sjónum.

Í þættinum var fjallað um hvernig samfélög sjómanna leysist upp, unga fólkið flytji til meginlands Kanada og aldagömul menning líði undir lok. Fólk missir eignir sínar og lífsgrundvöllurinn hverfur ásamt þeim viðhorfum og viðmiðum sem sjómennskan hefur grundvallast á.

Þetta minnir á það sem hefur gerst sums staðar hér á landi. Kjarninn, sem byggði vissa landshluta eins og Vestfirði, er að mestu horfinn á braut. Þeir, sem eftir eru, eru að mestu aðfluttir. Víða vantar ungt fólk í samfélögin. Skyldu jarðgöng breyta þar einhverju eða verður auðveldara að flytjast á brott?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband