Heimasíða menningarnætur

Hver skyldi hafa hannað heimasíðu menningarnætur?

Hún er nú einhver óaðgengilegasta síða sem ég hef lengi skyggnst inn á. Ætti skilið að fá skammarverðlaun allra tíma á Íslandi.

Það virðist útilokað að ferðast um hana með lyklaborðinu og allar aðgengiskröfur þverbrotnar.

Ég vona að höfundurinn gefi sig fram og útskýri hvað hann meinti með þessari hönnun.

Mig undrar að engin samtök fatlaðra hafi látið í sér heyra. Ætli ég verði ekki bráðum að stofna nýtt blindrafélag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimasíðan er afleit. Hún er öll unnin í Flash svo blindir notendur eiga ekki möguleika. Það er ekkert á þessari heimasíðu sem krefst Flash notkunar og ekkert sem góður CSS-ari gæti ekki galdrað fram. Það er greinilegt að þeir sem hönnuðu heimasíðuna hafa nákvæmlega enga hugmynd um aðgengi fatlaðra eða er alveg sama. Eiginlega algjör andstæða heimasíðu Seltjarnarness.

Sigrún Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband