Á fimmtudaginn var héldum við hjónin austur í Ölvus og nutum þar góðrar fermingarveislu. Aðalrétturinn var íslensk kjötsúpa að beiðni fermingarbarnsins. Þaðan renndum við austur á Kirkjubæjarklaustur og dvöldumst þar fjórar nætur á hóteli staðarins.
Föstudaginn langa fórum við á samkomu til minningar um Jón Steingrímsson, eldklerk og laugardeginum eyddum við að mestu í skoðunarferð um Álftaver og Skaftártungur undir leiðsögn Jóns Helgasonar. Um kvöldið nutum við tónleika Kirkjukórs Prestbakkakirkju og hlýddum síðan messu þar á Prestbakka daginn eftir.
Óhætt er að segja að við höfum notið lífsins um páskana. Bæði var andlegur viðurgerningur hinn besti og matseldin á Hótel Klaustri spillti svo sannarlega ekki fyrir. Þá nutum við kyrrðarinnar um nætur og hvenær sem næði gafst umlukti þögnin okkur, þessi dýrmæta þögn sem allt of lítið er af í samfélagi hraða og ónæðis.
Í gær, sunnudag, heimsóttum við aldinn öðling, Vilhjálm Eyjólfsson á Hnausum í Meðallandi, en þar var Elín, kona mín, í sveit sem stúlkukorn. Vilhjálmur er margfróður og hefur kynnt sér ýmislegt um staðhætti og sögu byggðarlagsins. Var hann löngum fylgdarmaður Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings, þegar hann rannsakaði Eldhraunið og fleiri vísindamönum hefur hann orðið innanhandar. Fyrir nokkru færði Vilhjálmur rök fyrir því að skammt frá Hnausum megi finna mannvistarleyfar sem eru mun eldri landnáminu, jafnvel svo að nemi um 1000 árum. Miðar Vilhjálmur þetta við öskulög og hraunlag sem vitað er um aldur á. Nokkrir íslenskir fræððimenn hafa skoðað þessar mannvistarleifar og væri forvitnilegt að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að kanna þetta frekar.
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.