Stórkostleg framför

Það er ástæða til að óska TR til hamingju með þennan nýja vef. Nafnið, Tryggur, er að vísu dálítið fyndið því að Tryggur er gamalt og gott, íslenskt hundsnafn. Vonandi verður Tryggur hlýðinn og auðsveipur þeim sem til hans leita.

Mér sýnist í fljótu bragði að auðvelt sé að fylla út tekjuáætlanir og skoða sitthvað eins og greiðsluseðla. Fagna ég því mjög. Í framtíðinni vona ég að öll bréf og skjöl, sem TR sendir fólki, komi sjálfkrafa inn á vefinn og fólk geti valið einhvers konar aðvörun þegar slík skjöl birtast. Þetta myndi leysa vanda margra sem eru sjónskertir eða blindir og jafnvel nýtast þeim sem eru lesblindir.

Ég sá einungis örfáa hnökra á hönnuninni sem sennilega hefði mátt laga hefðu menn áttað sig á þeim. Til að mynda lesa sumir skjálesarar ekki heiti dálkanna sem fylla þarf út í. En þeir eru ekki mjög margir og því einfalt að muna þá.

Nú þarf TR einungis að stíga það skref að senda fólki sem er ólæst af ýmsum ástæðum og hefur ekki aðgang að tölvum gögn á geisladiski. Það er mörgum metnaðarmál að geta skoðað gögnin sín sjálfir í stað þess að fá einhvern til að hnýsast í þau fyrir sig.


mbl.is Nýr þjónustuvefur Tryggingastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband