Vaxandi atvinnuleysi

Nú virðist vera að koma á daginn, sem margur hugði, að atvinnuleysi fari vaxandi.

Ég ræddi um daginn við byggingaverktaka sem stjórnar grónu fyrirtæki í Reykjavík. Bar ég undir hann þá skoðun Jafets Ólafssonar, sem birtist í viðtali Morgunblaðsins um daginn, að flest stóru byggingafyrirtækin hefðu nú borð fyrir báru þar sem hagnaður af byggingastarfsemi hefði verið mikill á undanförnum árum. Tók hann undir þessa skoðun en sagði að nýrri og minni fyrirtæki ættu nú erfitt uppdráttar.

Þegar harðnar á dalnum missa þeir, sem hafa takmarkaða menntun eða atvinnugetu, einna fyrstir vinuna. Til eru einnig stéttir sem verða óþyrmilega fyrir barðinu á samdrættinum e fjölmargir geta þó haslað sér völl á öðrum vettvangi.

Ég hef verið meira og minna atvinnulaus frá því í janúar 2006 að undanteknum þeim tveimur sumrum semég hef unnið hjá Morgunblaðinu og pistlum sem ég hef haft fyrir ríkisútvarpið. Nokkur smáverkefni hafa fallið til og samtals hef ég á þessum tíma haft atvinnu í 8 mánuði.

Þótt vissulega sé útlitið dökkt er það versta sem fyrir nokkurn mann getur komið að láta hugfallast og það hef ég ekki hugsað mér að gera. Hið sama mætti segja um stjórnarandstöðuna á Alþingi í gær. Hún hefur látiðhugfallast vegna ríkjandi aðstæðna og lætur nú stjórnast af sýndarhagsmunum. Henni hefði verið nær að fjalla á málefnalegan hátt um ræðu forsætisráðherra í stað þess að vera með upphrópanir og skammir. Hvenær skyldu stjórnmálamenn koma sér upp úr þessum nöturlega farvegi? Sá reiði tapar jafnan.

Við þessir vitru!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband