Ljósmæður og dýralæknar

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins undraðist hvað fjármálaráðherra var loðinn í svörum í gær þegar hann var spurður álits um ljósmæðradeiluna.

Ljósmæður og dýralæknar hafa álíka langt nám að baki. Laun dýralæknanna eru mun hærri en ljósmæðranna.

Fjármálaráðherrann er dýralæknir. Er hann e.t.v. stéttvís?

Hvort ætli sé mikilvægara að veita konu eða kú fæðingarhjálp?

Hvort ætli fleiri konur eða karlar séu dýralæknar? Liggur þar hundurinn grafinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Jú, ljósmóðir er dæmigert kvennastarf. Þarna liggur hundurinn einmitt grafinn. Við erum bara ekki komnir lengra í jafnréttismálunum hér á landi, þrátt fyrir allt fagurgal.

Úrsúla Jünemann, 4.9.2008 kl. 14:35

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Myndband til stuðnings ljósmæðrum:

http://www.youtube.com/watch?v=9k6AF7p3LdM

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.9.2008 kl. 15:30

3 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Vil vekja athygli ykkar á þessu:

www.draumafaeding.net/flyers

Eydís Hentze Pétursdóttir, 4.9.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband