Flutningur þekkingar á milli landa hefur verið alsiða undanfarin ár og hafa ýmis fyrirtæki gripið til þess ráðs að flytja heilu deildirnar frá einu svæði til annars til þess að draga úr kostnaði og auka framleiðni. Þetta hefur þó ekki alltaf dugað, Fyrir um áratug varð svissneska ríkisflugfélagið gjaldþrota þótt bókhaldsdeildin hefði verið flutt til Indlands þar sem bókhaldskunnátta var næg og kaupið afar lágt.
Í þætti sem var útvarpað í BBC í gær var þetta vandamál gert að umræðuefni. Í ljós hefur komið að flutningur starfa og þekkingar frá Bandaríkjunum hefur hefnt sín grimmilega. Málýskumunur, tímamismunur og menningarmunur ásamt fjarlægð frá aðalstöðvum fyrirtækja hefur leitt til versnandi þjónustu ýmissa stórfyrirtækja við viðskiptavini sína. Þrátt fyrir mikla þjálfun er fólk á þjónustuborði bandarískra eða japanskra fyrirtækja, sem vinnur í indverskum borgum, iðulega ófært um að vísa fyrirspurnum áfram til réttrar deildar og það getur tekið óratíma að ráða fram úr einföldustu spurningum og vandamálum. Þá þykir enska Indverja mörgum torskilin.
Í þessum þætti var einnig gerð að umræðuefni sú tilhneiging stórfyrirtækja að skapa starfsfólki sveigjanlegan vinnutíma og gera því kleift að vinna heima. Í ljós hefur komið að þeir sem vinna iðulega heima skila minni afköstum en þeir sem halda sig á vinnustað. Ýmislegt er talið valda þessu. Bent hefur verið á að margt trufli fólk á heimilum og nauðsynlegt sé að sá, sem starfar heima við, eigi sér ákveðið athvarf á heimilinu þar sem hann geti stundað störf sín án mikils áreitis frá heimilinu. Þá þykir ýmsum, sem unnið hafa heima við þeir einangrast.
Bandaríkjamaðurinn, sem ég minntist á áðan, segist hafa lagt fyrir íslenska stjórnendur fyrirtækja þá spurningu hvort þekking væri flutt úr landi til þess að hagræða í rekstri og spara. Svöruðu flestir þeirri spurningu neitandi.
Nú gæti svo farið að menn þyrftu að endurskoða þá hagfræði sem felst í því að flytja störf um of á milli landa. Í Indlandi hafa laun hækkað svo mjög að nú telst ekki eins hagkvæmt að trúa Indverjum fyrir ýmsum tölvulausnum og áður. Hagræðingin kann því að felast í því að ýta undir þekkingarmyndun nær aðalstöðvum fyrirtækjanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.9.2008 | 10:03 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.