Áðan halaði ég niður Google/chrome. Ég var fremur bjartsýnn og fullur tilhlökkunar. En viti menn. Skjálesarinn minn sýndi aðeins hnappa á skjánum sem hann las ekki. Algengar lyklaborðsskipanir virkuðu ekki einu sinni. Kannski vantar mig Java eða eitthvað annað á þessa vél.
Ég fæ ekki með nokkru móti skilið hvers vegna Google, Open Office og fleiri framleiðendur nota ekki þá windows-staðla sem menn hafa orðið sammála um að nota á undanförnum árum. Í staðinn verða framleiðendur skjálesara að eltast við alls konar sérvitringshátt framleiðendanna.
Annars gerðist það í morgun að talgervillinn í fartölvunni, sem ég nota einna mest hérna heima, drap á sér. Ég hef ekki blindraletussskjá tengdan við hana og þetta leiddi til þess að nokkur verk frestuðust. Nú bíð ég þess að einhver komi og lagfæri þetta fyrir mig undir minni stjórn.
Meginflokkur: Vefurinn | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | 5.9.2008 | 11:43 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 319931
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Google Chrome er að fá afleita dóma vegna aðgengis, vonandi að þeir hysji upp um sig brækurnar. Einnig gáfu þeir út leiðbeiningarbækling á Netinu sem allur var í myndum með engum ALT texta. Þeir skýla sér á bak við það að þetta sé Beta útgáfa en það er frekar slöpp afsökun miðað við að þessir hlutir eiga að vera í lagi frá byrjun, enda alltaf farsælasta lausnin.
Sigrún (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 12:23
Það er ástæða fyrir því að google chrome heitir google chrome beta!!! þetta er tilraunaútgáfa af nýju forriti. ef þú opnar explorer, firefox og chrome og opnar mbl í þeim öllum og berð saman minnis notkun þessa þriggja þá er firefox að nota 78 mb, explorer að nota 54 og chrome að nota 26mb.
ég hvet þig til að gefa chrome tækifæri aftur eftir ca. 1-2 mánuði þegar þeir gefa út tilbúna útgáfu.
stefán þór (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 15:18
Æi, enn og aftur þessi misskilningur; OpenOffice, Firefox og félagar eru einmitt að śtyðjast við alþjóðlegu staðlana fyrir XHTML - http://www.w3.org/. Það er hinsvegar stóra fyrirtækið í Redmond sem ekki vill fara eftir stöðlum, og býr þessvegna til sína eigin. Margir vefsíðuhönnuðir þora hvorki né nenna öðru en að miða fyrst og fremst við MS-XHTML, enda þá nokkuð öruggir um útkomuna hjá meirihluta notenda.
Þetta er búið að vera viðvarandi vandamál allt frá því Microsoft fattaði internetið, en það var fremur seint í ferlinu.
Eina lausnin hingað til hefur verið að nöldra í viðkomandi vefstjórum.
Bestu kveðjur
Sveinn í Felli (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.