Einstök lipurð og góð þjónusta

Um daginn gafst hraðamælirinn á Orminum bláa upp. Hann var þriðji mælirinn á 6 árum sem lifði tilveruna ekki af. Þeim fyrsta var stolið á Hofsósi, annar var gallaður og sá þriðji entist í 5 ár.

Við fórum í Örnin og keyptum þráðlausan Trek mæli. Ekki reyndist unnt að nota hann þar sem stýrið á Orminum bláa hefur verið hækkað svo að Elín stýrimaður geti setið upprétt. Var því fenginn annar mælir með þráðartengingu.

Ung stúlka afgreiddi okkur. Stillti hún mælnn eins og þurfti og hún ásamt ungum verkstæðispilti festu síðan allt heila hervirkið á og sleppti pilturinn okkur ekki fyrr en allt var eins og vera bar.

Sjálfsagt hafa þessi viðskipti tæplega borgað sig fyrir Örninn. En þau gera það að verkum að viðskiptavinir koma aftur og aftut og kaupa það sem þá vantar.

Það er margt gott fólk til í veröldinni sem veitir þeim lið sem eru ekki of laghentir. Dæmi um það eru þessi tvö ungmenni sem við áttum viðskipti við í morgun og Björn Ingólfsson í Hjólinu í Kópavogi, en hann hefur ævinlega veitt okkur afbragðs þjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband