Talgervillinn hrökk úr sambandi í gærmorgun, en um miðjan dag þóknaðist honum að hrökkva í gang. Notaði ég þá tækifærið og bað Hring minn Árnason að færa fyrir mig uppsetningu tölvunnar fram um þrjár vikur. Komst þá ýmislegt í lag en íslenskan hvarf gersamlega.
Ekki skal ég rekja frekari slagsmál en þau enduðu með því að talgervillinn Snorri komst í gang.
Í dag lét ég Systems Tools þjappa saman gömlum skrám með Disc Cleanup og notaði síðan Disk Defragmenter. Þá brá svo við að talgervillinn Ragga hrökk í gang, en ég haðði reynt að tjónka við Röggu í gærkvöld.
Það er ýmislegt gott um Röggu að segja, en hönnuðuðirnir og framleiðendurnir hafa farið flatt á að hafa ekki samband við notendur og fá þá til að prófa hann. Aðeins þrennt sem ég vil nefna:
Þegar ég skrifa þennan pistil nota ég html-tákn til þess að tákn til þess að búa til greinaskil. Ragga les hvorki heitin á stærra en né minna en merkjunum <>.
Orðið Ísland í þágufalli, þ.e. Íslandi, les hún sem Ísland.
Skrifi ég hins vegar Íslande les hún það sem Íslandi.
Þá er röddin brostin og alls ekki eins og röddin í Ragnheiði Clausen sem ljáði Röggu rödd sína.
Ég man eftir því að framkvæmdastjóri Hex sem framleiddi talgervilinn, sagði mér að Ragnheiður Clausen væri einstakur lesari og hefði ævinlega lesið miskviðalaust. Ég trúi því vel því að það sem ég hef heyrt til Ragnheiðar er prýðilegt.
Ég skora hér með á Blindrafélagið, Öryrkjabandalag Íslands, félag lesblindra á Íslandi, menntamálráðuneytið og tölvusérfræðinga þá sem stóðu að framleiðslu Röggu að láta lagfæra þá annmarka sem eru á talgervlinum. Hann getur ekki talist fullbúinn. Ég þykist þess fullviss að ég þurfi að nota Snorra til þess að lesa yfir þennan pistil áður en ég sleppi honum lausum.
Því miður reyndist þetta rétt. Það sem var þó ennþá verra var að Ragga las ekki sumar línurnar nema ég léti hana lesa orð fyrir orð.
Hvers vegna í ósköpunum vinna menn íslenskri menningu og tungu annan eins skaða og þann sem hlýst af því að setja ófullburða tungumálatól á markaðinn?
Ragga er enn á tilraunastigi og alls ekki tilbúin til sölu. Þó er hún seld og fylgir nú Dolphin-forritum fyrir blinda og sjónskerta. Forstöðumaður Tölvumiðstöðvar fatlaðra hefur sagt mér að sumir telji Röggu skýrmæltari en Snorra. Það kann að vera rétt. En afurðin er ekki fullbúin. Hún er eins og súpa sem gleymst hefur að krydda.
Hvað finnst Ragnheiði Clausen sjálfri um þessa meðferð á röddinni í sér?
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | 6.9.2008 | 23:05 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319718
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður!
"Gamli SVíinn" er skástur, það er bara svo einfalt.
Magnús Geir Guðmundsson, 7.9.2008 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.