Leiðsöguhundar blindra

Innan skamms verða fyrstu leiðsöguhundar blindra um langt skeið afhentir. Undanfarin ár hefur aðeins einn hundur verið við slík störf hér á landi en hann er nú kominn að fótum fram.

Það er stórt framfaraskref stigið ef leiðsöguhundar verða viðurkenndir sem almennt hjálpartæki blindra hér á landi. Óumdeilanlegt er að þeir bæta mjög lífsgæði þessa hóps og gera hann mun sjálfstæðari.

Vafalítið hefur hið mikivæga kyningarstarf Helenu Björnsdóttur, íslenskrar konu sem býr í Noregi, skilað sér í þessum efnum, en Helena bloggaði um nokkurt skeið um samstarf sitt og leiðsöguhundsins Fönix.

Sjálfur hef ég ekki hugsað mér að fá mér leiðsöguhund og liggja til þess ýmsar ástæður. En mig langar að nota tækifærið og óska væntanlegum notendum til hamingju með hundana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband