"
FYRIR um það bil 15 árum var ég sem leiðsögumaður með blandaðan hóp af erlendum ferðamönnum, nánar tiltekið Breta, Þjóðverja og Hollendinga, á 10 daga hringferð um landið. Eftir kvöldverð á hótelinu okkar á Egilsstöðum, þar sem lundi hafði verið borinn fram sem aðalréttur kvöldsins, kom einn Englendingur, dagprúðasti náungi, en nokkuð þungur á svipinn og spurði mig hvernig á ósköpunum við gætum borðað þennan fallega fugl, greinilega ekki búinn að gleyma páfunum sem hann hafði séð við Dyrhólaey. Ég svaraði honum með þeim orðum sem hér fara á eftir: En hvað finnst þér um litlu lömbin? Hann svaraði svo spurningu minni með einu frönskættuðu orði: touché sem færi sennilega best á að þýða svona á íslensku: Þarna hittirðu naglann á höfuðið eða Vel svarað.
Það sem þykir ósiðlegt í einu landi er talið fullkomlega siðlegt í öðrum löndum. Ég hef ósjaldan heyrt erlenda ferðamenn hrópa upp yfir sig af fögnuði þegar þeir sáu lóur, hrossagauka á flugi eða þá spóa úti í móa og segja að hvergi væri betra að vera á skytteríi en einmitt hér og sjá því alls ekkert athugavert við það að leggja sér smáfugla til munns, sem okkur myndi aldrei detta í hug að gera. Þeim þykir aftur á móti viðurstyggilegt að við skulum borða augun úr sauðkindinni og henda svo heilanum sem að þeirra dómi er mesta lostæti.
Áður fyrr á neyðartímum þegar hungrið svarf að þjóðinni höfðum við Íslendingar takmarkað vit á því að nýta okkur það sem hendi var næst eins og t.a.m. allskyns skelfisk úr sjónum. Enginn leit við skötusel hvað þá heldur sveppum. Það eru ekki nema nokkrir áratugir síðan við fórum að tína þá fyrir alvöru. Hér mætti geta þess að við hjónin dvöldum um vikutíma í Hallormsstaðarskógi fyrir um 30 árum og lifðum næstum því á engu öðru en sveppum og vorum þá áreiðanlega eina sveppatínslufólkið í skóginum.
Nú væri kannski rétt að snúa sér að öðru, öllu alvarlegra máli. Á fundi stallsystranna, þeirra Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra Íslands og formanns Svikafylkingarinnar, vogaði sú síðarnefnda sér að minnast á ómannúðlega meðferð og pyntingar á föngum í Guantanamo á Kúbu. Sú bandaríska brást hin versta við og vildi fá að vita hvers vegna sú íslenska væri eiginlega að ybba gogg þar sem hún ásamt allri ríkisstjórn Íslands leyfði sér þá ósvinnu að styðja hrefnuveiðar á Íslandsmiðum. Hræsnarinn, Condoleezza Rice, gat vitanlega trútt um talað þar sem ríkisstjórn hennar heimilar hvalaveiðar á Alaskamiðum og það í æði stórum stíl. Að endingu finnst mér rétt að undirstrika það að hvorug þessara kvenna er ofarlega á vinsældalista mínum.
Er það ekki deginum ljósara að mannfólkið er lygilega móttækilegt fyrir hverskyns múgsefjun og lætur auðveldlega blekkjast af jafn vanstilltum og ábyrgðarlausum áróðursmeisturum og Watson.
Hafa menn í rauninni meiri samúð með hvölum sem skotnir eru á hafi út heldur en með hermönnum sem falla fyrir byssukúlum á vígvellinum?
Margir yrðu áreiðanlega vísir til að andmæla þessu með þeim fátæklegu og fáfengilegu rökum að stríð eða styrjaldir væru óaðskiljanlegur hluti af athöfnum mannsins og brölti hans hér á jörðu. Aðrir vildu eflaust allt í sölurnar leggja til að reyna að losa okkur í eitt skipti fyrir öll við þennan ljóta og hvimleiða fylgifisk þeirra, þ.e. athafnanna.
Mannkærleikur er því miður af skornum skammti hér í heimi og fæstum þykir nokkuð athugavert við það að drepa mann og annan og sumir prestar eru jafnvel svo siðbrenglaðir að þeir standa beint eða óbeint með sínum mönnum ekki fjarri sjálfum vígvellinum, virðandi að vettugi boðorð sem segir: Þú skalt ekki mann deyða. Væri okkur því ekki nær að reka áróður gegn hverskyns stríðsrekstri í heiminum og viðbjóði eins og t.d. nautaati heldur en að vera að amast við hvalveiðum? Það væri heldur ekki úr vegi að beina spjótum að gæsabændum á stöðum eins og Suður-Frakklandi þar sem þeir troða miskunnarlaust fæðu með trekt ofan í kokið á vesalings fuglum til þess að fita þá og þeir eyða sinni skömmu ævi í búrum, gargandi af sársauka. Ég held að Frökkum væri fyrir bestu að hætta að guma af sinni frægu gæsalifur (foie gras).
Væri ekki óskandi að Alþjóðahvalveiðiráðið tæki einu sinni á sig rögg og endurskoðaði afstöðu sína og leyfði hvalveiðar á nýjan leik um öll heimsins höf. Til þess meðal annars að lina þjáningar milljóna og aftur milljóna manna sem líða sárasta skort og hreinlega lepja dauðann úr skel. Fyrir utan að seðja hungur sveltandi þjóða og gæti þetta líka orðið kærkomin lyftistöng bæði í efnahags- og atvinnulífinu og enginn þarf að fúlsa við hvalkjöti, segir sá sem þessar línur ritar, enda er það herramannsmatur.
Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs.
"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.9.2008 | 16:01 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.