Í gamla daga var jafnan sagt frá síldveiðum í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Síðan kom þátturinn Auðlindin en nú er varla minnst á fiskveiðar.
Barnsfæðingar eru skemmtilegar fréttir. Ég legg því til að þær verði fastur liður hjá ríkisútvarpinu.
Í morgun fór ég að láta skrá mig atvinnulausan. Var þar slangur af fólki. Einhver hafði dreypt á kaupstaðardropum til þess að örva kjarkinn og lagði ilminn af íslensku brennivíni um allan salinn. Dapurlegt.
Ung kona, sem mér var vísað til, spurði mig í þaula um hitt og þetta. Benti hún mér á að skrá mig í upplýsingagrunn Vinnumálastofnunar og sagði mér hvernig mér bæri að standa að því. Þegar heim kom fann ég ekki krækjuna á heimasíðu Vinnumálastofnunar sem vísar á gagnagrunninn (skráningareyðublað held ég að hann heiti) og velti því fyrir mér hvort verið geti að krækjan sé mynd án alt-texta. Hef ég lagt fram fyrirspurn um þetta mál eftir að hafa leitað af mér allan grun.
Í janúar 2007 skrifaði ég Gissuri Péturssyni, forstjóra stofnunarinnar, og benti honum á að eitthvað þyrfti að gera til að bæta aðgengið. Mér sýnist næsta lítið hafa gerst síðan. Talsvert margar krækjur eru á síðunni sem skjálesarinn les eingöngu sem "link".
Ég hef áðursagt á þessum síðum að óaðgengilegt efni sé í raun mesta hindrun fólks í nútíma samfélagi til þess að njóta jafnréttis. Í raun fela óaðgengilegar heimasíður í sér mismunun. Sú mismunun er engu skárri en mismunun kynjanna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Tölvur og tækni, Vefurinn | 11.9.2008 | 13:08 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allt sem tengist jafnan rétt einstaklinga í atvinnumálum er eitthvað sem ætti að vera 100% í lagi. Þetta á bæði við um þegar fólk er að sækja um atvinnu sem jafnvel er auglýst á vefsíðum og eru óaðgengilegar sem og aðra þætti sem snerta atvinnulífið. Þegar fólk getur ekki sótt um vinnu til jafns við aðra sem eru ófatlaðir er verið að skerða jafnan og sjálfsagðan rétt fólks. Þátttaka þeirra í atvinnulífinu sem eru t.d. blindir skerðast þarna áður en fólk hefur tækifæri til að einu sinni sækja um atvinnu. Að geta heldur ekki sótt um atvinnuleysisbætur er bagalegt. Á vef Vinnumálastofnunar eru umsóknir/eyðublöð óaðgengileg blindum notendum því skjölin eru á .dot sniði (sem skjálesarar eiga erfitt með, sérstaklega sá sem notaður er hér á landi) en ættu að sjálfsögðu að vera á html sniði. Þetta Á að vera í lagi.
Ég bendi lesendum á frétt um nýtt prófmál í Canada, afar áhugaverð: http://www.webaim.org/discussion/mail_message.php?id=11778
Sigrún (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:23
Það er það!
Skoðaði síðuna og held að ég sjái eitt og annað sem þú sérð ekki. Hefur samt ekki tekist að fina krækju í gagnagrunn. Fjöldi pdf skjala er finnanlegur.
Nánast allar lýsingar á krækjum eru auður. Það vantar ekki að "alt" er í forritinu en sóðaskapur forritara eða hugsunarleysi veldur því að þessi skipun er auð í nær öll skipti samkvæmt forriti skjalsins. Höfundar vefsins kalla sig því góða íslenska nafni Outcome hugbúnaður. Trúlega engin furða að útkoman er eins og hún er.
Hér eru upplýsngar um hönniði af html skjali forsíðunnar:
* * Þessi vefur er keyrður af Outcome vefumsjónarkerfinu © frá Outcome hugbúnaði ehf.
* * This website is powered by Outcome - Content Management System ©
* *
* * Outcome hugbúnaður ehf.
* * Outcome software inc.
* * http://www.outcome.is
* * Sími/tel: +(354) 533-1440
* *
Emil (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.