Eftir atburðina í Georgíu hefur mörgum orðið ljóst að rússar láta ekki bjóða sér hvað sem er. Hér skal að vísu viðurkennt að viðbrögð þeirra voru býsna harkaleg og í engu samræmi við styrk Georgíumanna. Það afsakar þó ekki hegðun og tvískinnungshátt Bandaríkjamanna í þessum efnum sem hlaut að enda með einhvers konar uppgjöri rússa við nágrana sína.
Nú ætlar ríkisstjórnin að láta fylgjast grannt með Rússum og grípa til nauðsynlegra ráðstafana. Hvaða ráðstafana? Björn Bjarnason telur að Bandaríkjamenn hafi rokið héðan með her sinn að ófyrirsynju. Án þess að ég geti talist aðdáandi rússneskrar utanríkisstefnu verð ég að viðurkenna að mér hefur blöskrað yfirgangur Bandaríkjamanna og ásælni til valda í þeim heimshluta sem tilheyrði áður áhrifasvæði Sovétríkjanna. Segja má að Rússland hafi í raun verið umkringt ef hægt er að kveða svo að orði um ríki eins og rússland.
Kaldastríðsorðalag Geirs Haarde er ámóta sorglegt og yfirlýsing sú sem Geir Hallgrímsson gaf út í Moskvu árið 1977 þegar hann tjáði Rússum að Íslendingar myndu aldrei segja öðru ríki stríð á hendur. Nú hafa Íslendingar að vísu svikið þetta loforð með stuðningi sínum við innrásina í Írak. Ég held að ríkisstjórnin ætti að lægja deilur innan lands áður en hún hellir olíu á hina alþjóðlegu elda með jafnóvarlegu orðalagi og forsætisráðherra notaði í gær, laugardag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.9.2008 | 00:46 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég á erfitt með að ná heilli brú í þetta, Arnór: Hafi Geir Hallgrímsson gefið þá yfirlýsingu út í Moskvu árið 1977, að Íslendingar myndu aldrei segja öðru ríki stríð á hendur, var hún þá að þínu mati "sorgleg"? Hellir Geir Haarde "olíu á hina alþjóðlegu elda með ... óvarlegu orðalagi"? Hvað er svona "óvarlegt" við orð hans? Má hann ekki tala í hreinskilni, eða ertu að gefa í skyn, að risaveldið geti fundið sér réttlætingu fyrir nýjum brotum á stofnskrá SÞ með hernaðarögrunum vegna orða sem töluð eru hér á Íslandi? Sjálfur virðistu réttlæta það, að Rússar spurðu Sameinuðu þjóðirnar og öryggisráðið einskis í Georgíumálinu, eins og þó var t.d. gert eftir innrás Íraks í Kuweit, heldur tóku Rússar sér tafarlaust fullan og algeran sjálftökurétt með því að leggja ekki undir sig annað, heldur bæði sjálfstjórnarhéruðin, S-Ossetíu og Abchazíu, og létu það ekki nægja, heldur fór með herbrandi um hálfa Georgíu. En það er víst ekki gagnrýnisvert að þínu mati.
Okkur ber að hyggja miklu betur að vörnum okkar en gert hefur verið á síðustu árum. "Rússaflugið" (bjarnanna), sem lagðist af í tæka tíð til að stuðla að þeirri glópabjartsýni margra, að í lagi væri að láta Varnarliðið fara, hófst fljótlega aftur eftir brotthvarf þess, enda hafa Rússar alltaf sýnt illa vörðum, en mikilvægum löndum í umhverfi þeirra óeðlilegan áhuga; hlutleysi sumra þeirra landa og jafnvel "griðasáttmálar" milli þeirra (t.d. Afganistan) og Moskvustjórnarinnar hafa sýnt sig að vera einskis virði. Um þessi varnarmál fjalla ég síðustu daga í nokkrum pistlum mínum.
Jón Valur Jensson, 14.9.2008 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.