Lilja sagði að kynbundinn launamunur væri ekki einungis brot á lögum um jafna stöðu karla og kvenna heldur dragi hann úr lífskjörum hér á landi; framleiðnin sé minni og hagvöxtur þá einnig þar sem slík mismunur ríkir.
Lilja segir að í ljós hafi komið að kynbundinn launamunur hjá hinu opinbera hér á landi sé nú 18% en sé um 10% í löndum sem Íslendingar vilja bera sig saman við. Telur hún ástæðurnar einkum tvær:
Launamunur er talsverður á milli opinberra stofnana. Nefnir hún sem dæmi að sýslumannsskrifstofur greiði skrifstofustjórum hærri laun ef þeir eru karlmenn.
Hún segir að ástæðan fyrir þessu sé sú að ríkið hafi kosið að skilgreina sig sem marga atvinuveitendur í stað eins atvinnurekanda.
Anna Kristín vakti athygli á að á hinum almenna vinnumarkaði virðist kynbundinn launamunur 12% í stað 18% hjá ríkinu og spurði hvort það stafaði af því að á hinum almenna launamarkaði hefðu verið teknir upp einstaklingsmiðaðir launasamningar.
Lilja Mósesdóttir sagði að ríkið hefði tekið upp svokallaða stofnanasamninga þar sem einstaklingar semdu við forstöðumenn um kaup og kjör. Karlmenn fengju yfirleitt meiri óunna yfirvinnu út úr slíkum samningum en á hinum almenna vinnumarkaði væri hún horfin. Telur Lilja eina skýringuna þá að laun hjá ríkinu séu orðin svo lág að karlar sætti sig ekki við þau og þess vegna fái þeir meiri óunna yfirvinnu.
Lilja telur að kynbundinn launamunur muni aukast. Menn kljást ennþá við vanmat á störfum kvenna. Þá fleyti meiri menntun kvenna þeim nú upp í stjórnunarstöður þar sem launamunur er mjög mikill og þess vegna dugi menntunin ekki til þess að rétta hlut kvenna.
Lilja segir að hægt sé að leysa þennan vanda en stjórnvöld hér á landi hafi ekki viljað grípa til þeirra ráða sem notuð hafi verið á Norðurlöndunum. Á 10. áratug síðustu aldar bjuggu menn þar til sérstaka launapotta til þess að hækka laun í hefðbundnum kvennastéttum. Þar sé nú kynbundinn launamunur hverfandi lítill nema í efstu þrepunum þar sem eru sérfræðingar og stjórnendur.
Lilja sagði einnig að fyrirtækin hefðu ekki sýnt nægilegan vilja til þess að leiðrétta þennan launamun. Nefndi hún þó sérstaklega Spron og Skýrr sem hefðu sýnt gott fordæmi, en þar væri launastefnan endurskoðuð til þess að koma í veg fyrir að kynbundinn launamunur myndaðist.
Eftir að hafa hlustað á þetta viðtal virðist auðvelt að álykta sem svo að nýja hugsun þurfi hér á landi til þess að jafna kjör kvenna og karla. Mér er því spurn hvaða áætlanir ríkisstjórnin hafi á prjónunum til þess að leiðrétta þessa stöðu.
Sú hugsun virðist ríkjandi á meðal of margra þingmanna að hinn frjálsi vilji eigi að rétta hlut manna hér á landi. Í flestum ríkjum heims hefur þurft sérstaka löggjöf með ákveðnum viðurlögum til þess að ráða bót á ríkjandi ástandi. Fjölmörg dæmi sýna að Íslendingar eru sem aðrar þjóðir og skilja ekki fyrr en skellur í tönnum.
Væri nú ekki ráð að stærstu fjöldahreyfingar landsins tækju sig nú til að reyndu að tryggja jafnan rétt kvenna, karla, fatlaðra sem ófatlaðra að þessu þjóðfélagi.
Hægt er að hlusta á viðtalið hér:
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4418620/5
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 15.9.2008 | 10:26 (breytt kl. 10:29) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.