Alltaf líður samt tíminn og í gær og í dag hef ég verið að undirbúa væntanlega útvarpspistla mína í haust. Þeir verða einu sinni í viku. Ætla ég m.a. að leyfa hlustendum að heyra ýmis hljóðrit sem hafa verið gerð á vettvangi og með einföldum tækjabúnaði. Eigi einhver eitthvað skemmtilegt í fórum sínum sem hann langar til að útvarpa getur hann haft samband við mig og sjáum við þá hvað setur.
Það eru einkum snældur sem ég hef skoðað að undanförnu og minidiskar. Ég fann m.a. stórskemmtilegt hljóðrit frá æskulýðsmóti blindra á Langeland í Danmörku árið 1983, kínverska messu, gamlan útvarpsþátt frá BBC um Eyjagosið og sitthvað fleira. Verður rannsóknum á snældusafninu haldið áfram næstu daga.
Þetta æskulýðsmót var á margan hátt merkilegt og margt bar þar á góma. Til okkar kom kynlífsfræðingur og flutti erindi um kynlíf blindra og það hvernig þeir færu að því að komast í samband við hitt kynið. Var sú lýsing ekki alls kostar geðfelld.
Hann hélt því fram að svo virtist sem þeir römbuðu á þann fyrsta sem yrði á vegi þeirra, þegar þeir væru orðnir nógu drukknir og réðist framhaldið af því. Sagði hann að gæði skyndikynna og kynlífs blindra væru ekki hin sömu og á meðal hinna sjáandi.
Mörgum gramdist þessi málflutningur. syntu flestir þátttakendur út að stauragirðingu sem var skammt frá landi og héldu þar áfram umræðum í heitum sjónum og sjóðandi sólskini. Ekki veit ég hvort menn reyndu mikið fyrir sér á þessu æskulýðsmóti. Að minnsta kosti varð ég ekki var við það.
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.